Tinna Bergmann leigir út risíbúðina

Ró og friður ríkir í þessari fallegu risíbúð á Freyjugötu.
Ró og friður ríkir í þessari fallegu risíbúð á Freyjugötu. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson

Tinna Bergmann, eigandi Buy My Chic, hefur sett íbúð sína við Freyjugötu á leigu. Um er að ræða hressa og fallega íbúð í húsi sem byggt var árið 1932.

Á myndunum að Tinna hefur búið sér og fjölskyldu sinni fallegt og litríkt heimili. Aðalrými íbúðarinnar er klætt að hluta til með viðarpanel sem skapar algjörlega stemninguna. Á gólfinu er fallegt parket sem tónar vel við klæðninguna. Vel valdir litir á veggina og litrík húsgögn blása svo lífi í rýmið. 

Í eldhúsinu er hvít innrétting með viðar borðplötum og á veggjunum eru fallegar skrautflísar. 

Íbúðin var nær öll engugerð árið 2018. Hún er skráð 89 fermetrar en grunnflötur hennar er 105,5 fermetrar. Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni og uppgert baðherbergi með baðkari.

Af fasteignavef mbl.is: Freyjugata 32

Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
mbl.is