169 milljóna glæsihús við Laugardalinn

Hefur þig dreymt um að búa við Laugardalinn þar sem stutt er í útivistarparadís í miðri borg. Þá gæti þetta 322 fm einbýlishús verið eitthvað fyrir þig sem stendur við Laugateig. Það var byggt 1947 og var gert upp á afar smekklegan hátt. 

Í eldhúsinu er hvít innrétting með fulningahurðum og svörtum höldum. Hvítar flísar í frönskum stíl prýða rýmið á milli skápa og er háfurinn einnig flísalagður. Eldhúsið er opið inn í borðstofu og stofu. Í borðstofunni er bekkur sem gerir það að verkum að margir geta setið í sátt og samlyndi við borðstofuborðið. 

Hlýleikinn er allsráðandi á heimilinu sem er búið notalegum húsgögnum eins og sjá má á myndunum. 

Af fasteignavef mbl.is: Laugateigur 60

mbl.is