Einstakt 932 fm glæsihús í Garðabæ

Húsið stendur við friðland og náttúrufegurðin einstök.
Húsið stendur við friðland og náttúrufegurðin einstök. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Sunnuflöt í Garðabæ stendur glæsilegt einbýlishús sem er 932 fm að stærð. Húsið var upprunalega steypt 2008 en fullklárað 2016. Það var hannað af dönsku hönnunarstofunni Gassa og var ekkert til sparað til að gera húsið sem glæsilegast. Hönnun hússins er án efa án hliðstæðu eins og sést á myndunum. 

Til að mynda eru allar innréttingar sérsmíðaðar af danska framleiðendum Boform sem hefur hlotið mikið lof erlendis. Mikið hefur verið fjallað um innréttingar í hönnunartímaritum eins og Bo bedre. Innréttingar í húsinu við Sunnuflöt eru úr svörtum aski. Í eldhúsinu koma öll tæki frá Gagganeu og prýðir stór stálplata eyjuna í eldhúsinu. Einstakt útsýni er úr eldhúsinu. 

Gluggakerfi hússins er í hæsta gæðaflokki og er frá þýska framleiðandanum Schucho en allir gluggarnir opnast með rafmagni. 

Á gólfunum eru náttúruflísar sem aldrei hafa sést áður á íslensku heimili en þær voru sérinnfluttar frá Sviss. Á herbergjunum er hvít eik á gólfum sem var sérpöntuð frá Danmörku. 

Sérstök hljóðeinangrun er í loftum hússins sem veitir ekki af þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Í húsinu er sérstakur vínkjallari sem hentar vel fyrir vínáhugamenn og -konur. 

Húsið er búið afar fínum húsgögnum frá ítölskum gæðamerkjum eins og Minotti, Flexform og Maxalto. Þar eru líka leðurklæddir svanir eftir Arne Jacobsen og egg eftir sama hönnuð. 

Garðurinn fyrir utan húsið er sérkafli út af fyrir sig. Þar er steyptur heitur pottur, stór harðviðarpallur sem er viðhaldsfrír. Í garðinum eru stórir hraunmolar, lyng og fallegur gróður sem fellur vel inn í umhverfið og skyggir ekki á neitt. Í kringum húsið eru þó steyptir veggir, sem skapar næði. 

Nú er þetta glæsihús komið á sölu hjá Gunnari Sverri Harðarsyni fasteignasala hjá Remax en hann er einn af þeim sem selja dýrustu húsin á landinu. 

Af fasteignavef mbl.is: Sunnuflöt 48 

Í kringum húsið er stór verönd úr harðviði.
Í kringum húsið er stór verönd úr harðviði. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Hér má sjá leðurklædda svani eftir Arne Jacobsen sem njóta …
Hér má sjá leðurklædda svani eftir Arne Jacobsen sem njóta sín vel í þessum glæsiumhverfi. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Í húsinu er hljóðkerfi frá Bang & Olufsen. Í loftunum …
Í húsinu er hljóðkerfi frá Bang & Olufsen. Í loftunum er sérstakur hljóðdúkur sem gætir þess að hljóðvist sé upp á sitt besta. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Mikið er lagt í lýsingu og hljóðvist í húsinu.
Mikið er lagt í lýsingu og hljóðvist í húsinu. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Í eldhúsinu eru innréttingar frá Boform. Þær eru úr svörtum …
Í eldhúsinu eru innréttingar frá Boform. Þær eru úr svörtum aski. Stór stálborðplata prýðir eyjuna. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Í húsinu er glerbrú sem skapar stemningu.
Í húsinu er glerbrú sem skapar stemningu. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is