Svona gerirðu heimilið þitt fallegra

Það er hægt að gera ýmislegt til að gera heimilið …
Það er hægt að gera ýmislegt til að gera heimilið fallegra. Ljósmynd/Unsplash/Spacejoy

Það er engum blöðum um það að fletta að öll höfum við varið meiri tíma heima hjá okkur undanfarin tvö ár heldur en áður. Lykilþáttur í því að líða heima hjá sér er að gera heimilið fallegt. 

Það eru margar leiðir til að gera heimilið fallegt og oft þarf bara aðeins að færa hlutina til, bæta litlu húsgagni við eða snúa húsgögnunum í aðra átt. 

Fylgdu reglunni um þrista

Næst þegar þú ferð á veitingastað skaltu horfa á diskinn. Þá tekur þú eftir því að rétturinn þinn er líklega samsettur úr þremur lykil hráefnum. Ef þú raðar hlutunum ósamsíða þá þarf augað að ferðast um til að taka allt inn. Þú getur notað þessa reglu á heimilinu, hugsaðu til dæmis um sófa og tvo stóla, þrjú ljós yfir borðinu, þrjá kertastjaka á borði. 

Ljósmynd/Pexels/Sarath

Gerðu rýmin hagnýtari

Á tímum heimavinnu er þægilegt að geta gengið að góðri vinnuaðstöðu heima. Það er sniðugt að vera með horn eða stað heima hjá þér sem þú getur auðveldlega breytt til að skapa þægilega vinnuaðstöðu, til dæmis með litlu skilrúmi eða plötu. 

Taktu þér tíma

Þegar kemur að því að skapa heimili sem er fallegt og þér líður vel á þarf að gefa sér tíma, allavega heilt ár. Þú skalt búa á nýja heimilinu þínu, finna hvernig þér líður á hverri árstíð fyrir sig. Á þeim tíma munt þú finna hvernig heimilið virkar best fyrir þig og hvað er til staðar sem þú vilt halda. 

Þú getur verið djarfari í litavali í litlum rýmum.
Þú getur verið djarfari í litavali í litlum rýmum. Ljósmynd/Pexels/Cottonbro

Eltu sólina

Ef þú vinnur að hluta til heima enn þá er sniðugt að setja vinnuaðstöðuna þína upp nálægt björtum glugga. Þá ertu betur vakandi á bjartasta tíma dagsins og líffræðilega klukkan fylgir dagsbritunni.

Notaðu liti í samhengi

Þegar þú er að fara mála skaltu muna að bjartir liti lífga upp stór rými og dökkir litir ýkja smæð rýma. Þú mátt velja alla heimsins liti sem þig langar í lítil herbergi, eða herbergi sem þú notar lítið. Best væri hins vegar að nota ljósa liti í stóru rýmin, stofu, borðstofu og eldhús. 

Leyfðu dagsbirtunni að flæða inn á heimilið.
Leyfðu dagsbirtunni að flæða inn á heimilið. Ljósmynd/Pexels/Yura
mbl.is