Bókahorn sækja í sig veðrið

Simpson Studio kann að búa til smekkleg lestrarhorn.
Simpson Studio kann að búa til smekkleg lestrarhorn. Skjáskot/Instagram

Bókahorn á heimilum hafa vaxið í vinsældum á undaförnum misserum. Leitarorðið „book nook“ fékk 75% fleiri flettingar í síðasta mánuði samanborið við október mánuð árið 2020. Þá var leitarorðið „bookshelf inspiration“ eða bókahillu innblástur einnig afar vinsælt. Á Instagram hefur myllumerkið #booknook orðið að eins konar tískubylgju þar sem fólk stærir sig af lestrarhorni sínu.

Hér hefur hönnuðurinn Joanna Simpson látið gera lestrarhorn frammi á …
Hér hefur hönnuðurinn Joanna Simpson látið gera lestrarhorn frammi á gangi. Skjáskot/Instagram

Illa nýtt svæði tekin undir bókalestur

Talið er að heimsfaraldurinn hafi átt sinn þátt í þessari þróun. Fólk vill finna leiðir til þess að njóta bókalesturs heima í huggulegheitum. Þar sem fólk býr þröngt er oftast leitast við að finna svæði sem er illa nýtt og búa til eins konar lestrarhelli sem er fullt af púðum, bókum og góðu lesljósi.

Hér er gömlum legubekk stillt upp fyrir framan bókahillu sem …
Hér er gömlum legubekk stillt upp fyrir framan bókahillu sem nær upp í loft. Skjáskot/Instagram

Stóll og púðar er allt sem þarf

Frieda Gormley, eigandi House of Hackney segist hanna herbergi sín þannig að þau séu full af áhugaverðum mynstrum. „Ég elska að lesa og vil að mér líði eins og ég sé í öðrum heimi á meðan ég les. Það má breyta hvaða horni sem er í lítið lestrarhorn t.d. við glugga, frammi á gangi eða í einu horni svefnherbergisins. Með einum stól, nokkrum sessum á gólfinu og einum lampa. Þá er þetta komið. Þetta er einföld leið til þess að skapa rólegt og afslappandi rými fyrir bókalestur.“

Sarah Peake innanhússhönnuður segist vera að hanna mörg lestrarhorn fyrir sitt heimili.

„Hugmyndin er að hafa nokkrar bækur til þess að grípa í til dæmis við hliðina á hægindastól, eða legubekk. Ég reyni að hafa alltaf nokkur lestrarhorn í hverju rými sem ég hanna. Svo leik ég mér með liti og mynstur til þess að lestrarhornin dragi fólk til sín.“

Að sitja í körfustóll er róandi og góð leið til …
Að sitja í körfustóll er róandi og góð leið til þess að gleyma sér við bókalestur. Skjáskot/Instagram
Hönnuður House of Hackney notar mikið alls kyns mynstur til …
Hönnuður House of Hackney notar mikið alls kyns mynstur til þess að skapa ævintýralegt umhverfi. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál