Sjáðu heimili Hörpu og Gríms í Verbúðinni

Harpa eyðir löngum stundum við eldhúsborðið, með sígarettu í hönd.
Harpa eyðir löngum stundum við eldhúsborðið, með sígarettu í hönd. Samsett mynd

Þó heimili Hörpu og Gríms í Verbúðinni eigi að vera fyrir vestan í þáttunum voru þættirnir teknir upp hér í Reykjavík, nánar tiltekið í Árbænum. Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, núverandi íbúi hússins, vakti athygli á málinu á Twitter eftir að fyrsti þátturinn fór í loftið.

Ólöf og sambýlismaður hennar keyptu húsið haustið 2020 en fyrir það höfðu tökurnar farið fram í húsinu. Á Twitter segist Ólöf hafa gaman af því að sjá alla íslensku leikarana í húsinu, en þar hefur Harpa setið löngum stundum, keðjureykt og fundið út úr málunum fyrir mennina í lífi sínu. 

Skjáskot/Rúv

Þegar tökur fóru fram í húsinu var það nánast í upprunalegu ástandi en það var byggt árið 1967. Í Verbúðinni höfum við helst fengið að sjá inn í eldhúsið, þar sem sjá má upprunalegu innréttinguna. Í stofunni er myndarlegur arinn með Drápuhlíðargrjóti en húsið var teiknað af Kjartani Sveinssyni.

Fyrsti þáttur Verbúðarinnar fór í loftið á öðrum degi jóla og hefur slegið í gegn. Annar þáttur var sýndur í gærkvöldi á Ríkisútvarpinu. Með aðalhlutverk fara þau Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Haraldsson og Unnur Ösp Stefánsdóttir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál