Alma er góð í að fegra heimili fólks

Alma Ösp Arnórsdóttir.
Alma Ösp Arnórsdóttir.

Alma Ösp Arnórsdóttir, stofnandi Studio VOLT, býr í nýju húsi í Fossvoginum sem hún og maður, hennar Snorri Freyr Fairweather, eru að taka í gegn núna. Hún veit fátt skemmtilegra en að sitja í stofunni og fá heimilislífið beint í æð.

„Nýja heimilið hefur sýnt okkur hvers við erum megnug. Þetta verkefni er öðruvísi en við höfum áður unnið, því nú fær Snorri að ráða ferðinni en ég hef gert það hingað til. Að sleppa tökunum og leyfa honum að ráða hefur reynst ótrúlega gefandi og útkoman alveg frábær,“ segir Alma.

Hvert er uppáhaldshornið þitt heima núna?

„Það er fallegur staður í stofunni þar sem ég get horft yfir borðstofuna, eldhúsið og innganginn. Þessi staður er nú með æðislegum gluggum sem hafa gjörbreytt húsinu. Garðurinn og náttúran úti eru orðin eins og listaverk inni í húsinu líka. Ég dvel mikið á þessum stað í húsinu og sit oft þarna og vinn við tölvuna og fæ þá allt heimilislífið beint í æð.“

Í tísku að vera maður sjálfur heima

Aðspurð um nýjustu heimilistískuna þá er Alma ekki sú týpa sem trúir á nýjustu tísku.

„Sem ráðgjafi reyni ég að draga fram stíl hvers og eins. Sér í lagi fólks sem kann ekki að túlka hann og setja svo fram. Svo ætli aðaltískan í dag sé ekki að vera maður sjálfur heima hjá sér og velja heim það sem veitir manni ánægju.

Eins er mikilvægt að vita hvað maður vill ekki því það er algjör óþarfi að hafa slíkt í kringum sig.

Ég sem dæmi hef aldrei getað rauðan lit heima og var lengi að átta mig á því. Mér finnst hann frekur og draga úr mér orkuna.“

Alma er ekki alltaf í búðum að kaupa eitthvað nýtt nema síður sé.

„Ég er meira fyrir að finna gamla hluti og blanda þeim við eitthvað nýtt.

Ég var lengi vel einungis með hluti úr Gamla hirðinum og Bland heima hjá mér, retró-húsgögn frá sjöunda áratug síðustu aldar sem ég fann á mörkuðum.“

Í seinni tíð hefur Alma verið að kaupa sér aðeins meira af dýrari húsgögnum.

„Ég elska fallega stóla og langar alltaf í meira af þeim. Ég lét það eftir mér að kaupa Kjarvalsstólana úr Epal fyrir nokkru og sé ekki eftir því.“

Stofna hennar Ölmu er fallega innréttuð.
Stofna hennar Ölmu er fallega innréttuð.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »