Brúðgumi ársins opnar dyrnar

Travis Barker og Kourtney Kardashian í eldhúsinu.
Travis Barker og Kourtney Kardashian í eldhúsinu. Skjáskot/Youtube.

Tónlistarmaðurinn Travis Barker er búinn að eiga heima í sama húsinu í 15 ár. Í stað þess að flytja, ákvað hann að gera upp húsið. Barker sýndi glæsilegt hús sitt í Architectural Digest. Líf hans tók nýlega breytingum en hann og raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian giftu sig á dögunum. 

Fyrir þremur árum fékk hann arkitektinn Waldo Fernandez til þess að gera húsið upp svo hann gæti slakað betur á í húsinu. Stofa Barkers er til dæmis hönnuð til þess að hann geti slakað á eftir tónleikaferðalög eða langar nætur í hljóðverinu. 

Stofan er notaleg.
Stofan er notaleg. Skjáskot/Youtube

Barker og Kardashian eru nýgift en eiga börn úr fyrri samböndum. Þau eru ekki að flýta sér að kaupa sér hús saman. „Kourtney á frábært hús stutt frá. Einmitt núna er ég með á prjónunum að breyta heimastúdíóinu mínu í herbergi með kojum svo börnunum hennar líði betur hérna. Ég geri ráð fyrir að við bíðum þangað til að við finnum eitthvað betra. Hvar sem við endum þá erum við gríðarlega þakklát,“ segir Barker um breytingarnar á heimilislífinu. mbl.is