Litið inn í eitt glæsilegasta hús landsins

Öldugata 16 er eign sem marga dreymir um.
Öldugata 16 er eign sem marga dreymir um. mbl.is/Croisette Home

Glæsi­húsið Öldu­gata 16 í Reykja­vík er aug­lýst til sölu á vef Croisette Home á Íslandi. Húsið stendur á einum besta stað í gamla Vesturbænum og segir Styrmir Bjartur Karlsson framkvæmdastjóri sem er með það í einkasölu að svona hús komi einungis einu sinni á hverjum áratug í sölu. Hann telur þetta tækifæri fyrir þá sem vilja búa miðsvæðis á heimili með miklum karakter. 

Öldugata 16 er á þremur hæðum og með 13 herbergjum og er alls 317,6 fermetrar að stærð samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Húsið stendur á stórri hornlóð við Öldugötu og Ægisgötu. Það er steinað að utan með Hrafntinnu og Silfurbergi sem gefur því einstakt útlit. Í húsinu er íbúð í kjallaranum. 

Croisette.Home kynnir í einkasölu Öldugötu 16.
Croisette.Home kynnir í einkasölu Öldugötu 16. mbl.is/Croisette Home

Öldugata 16 er að mestu upprunaleg. Á aðalhæð er komið inn í marmaralagt og viðarklætt anddyri sem er með skáp úr mahony viði. Sá viður er ríkjandi í klæðningum og innréttingum hússins. 

Komið er inn á marmaralagt og viðarklætt anddyri.
Komið er inn á marmaralagt og viðarklætt anddyri. mbl.is/Croisette Home
Sérsmíðaður skápur úr mahony viði.
Sérsmíðaður skápur úr mahony viði. mbl.is/Croisette Home

Úr anddyri er gengið inn í stofu en fyrst er bókastofa, dagstofa er þar við hliðina og loks stór og falleg borðstofa. Gegnheilt eikarparket með fiskibeinamynstri er á borðstofu og bókastofa er með stjörnulaga mynstri í parketinu. Dagstofan er teppalögð ljósu teppi. Á milli stofanna eru rennihurðir ísettar slípuðu gleri í litlum frönskum gluggum. Aukin lofthæð er á hæðinni. 

Dagstofan er teppalögð ljósu teppi.
Dagstofan er teppalögð ljósu teppi. mbl.is/Croisette Home

Innaf borðstofu er eldhús með eldri innréttingu og lítið búr eða köld geymsla er þar við hliðina. Útgengt er í garð úr eldhúsinu.

Það er margt upprunalegt í húsinu.
Það er margt upprunalegt í húsinu. mbl.is/Croisette Home

Á annarri hæð eru tvö svefnherbergi, lokuð af með hurðum ísettum litlum frönskum gluggum. Úr gangi er útgengt út á svalir þaðan sem útsýni er mikið yfir miðborgina og Vesturbæinn. 

Stiginn upp á aðra hæð þar sem finna má tvö …
Stiginn upp á aðra hæð þar sem finna má tvö svefnherbergi. mbl.is/Croisette Home
Þetta baðherbergi má finna innan af öðru herberginu á annarri …
Þetta baðherbergi má finna innan af öðru herberginu á annarri hæð hússins. mbl.is/Croisette Home

Íbúðin í kjallaranum er með sérinngangi. Hún er þriggja herbergja og í dag skipulögð þannig að hún er með tveimur herbergjum og stofu. 

Garður hússins er sannkallað listaverk þar sem mosavaxnir steinar umlykja blómabeð og tré. Í fullum sumarskrúða er þetta einn af fallegri görðum þessa gamalgróna hverfis. 

 Af fasteignavef mbl.is: Öldugata 16

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál