Vetrarkuldinn hefur engin áhrif á harðgerð ávaxtatré

Jón Guðmundsson er sérfræðingur í ræktun.
Jón Guðmundsson er sérfræðingur í ræktun.

Jón Guðmundsson er einn færasti sérfræðingur landsins í eplaræktun enda hefur hann stundað samanburðarrannsóknir í ávaxtaræktun í tvo áratugi. Hann er garðyrkjufræðingur og eigandi Ræktunarstöðvarinnar í Miðvogi á Akranesi er áhugamaður um ýmis tré, meðal annars ávaxtatré.

„Við seljum eingöngu tré sem við höfum sannreynt að þroski almennileg aldin hér á landi. Ég hef líka starfað sem garðyrkjuverktaki í rúman áratug með áherslu á græna hlutann af garðyrkju en ekki hellur eða vinnu með grjót heldur eingöngu plöntur,“ segir Jón, sem er menntaður í garðplöntuframleiðslu.

„Ég vinn að mestu einn yfir veturinn en hef verið með tíu til tólf starfsmenn yfir sumarið síðustu árin.“

Eplatrén vekja áhuga

Það sem hefur í gegnum tíðina vakið sérstakan áhuga almennings eru þær samanburðartilraunir sem Jón hefur unnið með ávaxtatré og ýmsar nytjaplöntur eins og grænmeti og berjarunna. Jón hefur verið ötull við að koma þekkingu sinni áfram í formi greinaskrifa og einnig komið að ritun nokkurra bóka um garðyrkju.

„Í gegnum árin hef ég prófað nokkur hundruð ávaxtatré og berjarunna af misjöfnum uppruna og tegundum. Margt hefur komið frá Norðurlöndunum en einnig frá Kanada, Rússlandi og víðar. Árangurinn hefur oft verið mjög góður en svo hafa líka komið rýr ár en alltaf hefur þó komið uppskera á nokkur tré sem hafa skilað miklum gæðum. Eplin eru mjög misjöfn, bæði hvað varðar gæði, þroskunarmöguleika og þroska, og er lykilatriði að hafa tré af góðu yrki. Tré af óhentugu yrki nær ekki einu sinni að þroska aldin á góðum ræktunarárum, en þau heppilegustu hafa fengið fullþroskuð aldin á verstu og köldustu tímum,“ segir Jón og útskýrir að ræktunin miðist mikið við sumarhitann, sem er í lægsta lagi hjá okkur hér á Íslandi.

„Vetrarkuldinn hefur engin áhrif þar sem harðgerð ávaxtatré þola mínus þrjátíu gráður á celsíus og jafnvel meiri kulda. Við höfum fengið vel þroskuð aldin á bæði epla- og perutré en líka á plómu- og kirsuberjatré.“

Mikilvægt að velja staðinn vel

Jón útskýrir að vinnan snúist um að meta gæði aldina og þroskunarmöguleika þeirra.

„Það er ekkert gagn að hálfþroskuðum grænjöxlum. Þegar rækta á ávaxtatré utandyra er mjög mikilvægt að velja gott tré en einnig sólríkan og skjólgóðan vaxtarstað þar sem sólin skín í það minnsta hálfan daginn. Einnig þarf að huga vel að næringu trjánna og aðstoða þau við að verjast meindýrum.“

Jón hefur helst áhyggur af trjám sem lenda í næringarsnauðum jarðvegi í sumarbústaðalöndum, þeim sem eru í reiðuleysi og vanhirðu.

„Það má bæta úr þessu með eftirliti og umhirðu en sums staðar er sumarið of stutt, þá helst inn til landsins. Eplatré eins og önnur ávaxtatré er ágrætt á harðgerða rót og ræktað í tvö til þrjú ár áður en það er gróðursett. Fyrstu eplin geta svo komið þremur til fimm árum frá gróðursetningu en stundum fyrr og stundum síðar. Það fer allt eftir tíðarfari og aðstæðum.“

Ræktunaráhuginn hefur lengi blundað í Jóni sem hefur haft greinina að aðalstarfi í þrjátíu ár.

„Áhuginn virðist svo berast áfram en dætur mínar eru með mér á sumrin og létta mikið undir með mér.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál