Smart endaraðhús á einni hæð í Fossvogi

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Draumurinn um sérbýlið er sterkur hjá landsmönnum og ekki verra ef staðsetningin býður upp á veðursæld og sé á einni hæð. Það er einmitt þetta sem einkennir endaraðhúsið við Brautarland í Fossvogi. Húsið er 161 fm að stærð og var byggt 1968. 

Búið er að endurnýja margt í húsinu. Í eldhúsinu er til að mynda nýleg innrétting sem er hvít sprautulökkuð frá HTH. Eldhúsið er opið inn í stofu og hver fm nýttur vel. Eyju er komið fyrir á sniðuglegan hátt og á borðplötunum er kvartssteinn. Eldhúsið er látlaust og snyrtilegt og býr yfir góðu vinnuplássi. 

Stofan er tvískipt. Annars vegar má finna hefðbundna sparistofu með stórum gluggum og fínum húsgögnum en hún er stúkuð af þar sem sjónvarpsrými er komið fyrir á áreynslulausan hátt. Þar má finna notalegan sófa, PH-lampa úr Epal og gott sjónvarp. 

Fyrir framan stofugluggann er sólríkur garður með palli og skjólveggjum eða öllu sem þarf ef draumurinn um sérbýlið á að rætast. 

Af fasteignavef mbl.is: Brautarland 5

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is