Svart baðkar í hjónaherbergi í Arnarnesi

Við Blikanes í Arnarnesinu í Garðabænum stendur fallegt hús sem byggt var 1966. Húsið er 376 fm að stærð og hefur verið gert töluvert upp. 

Í eldhúsinu eru dökkar innréttingar og svört granít-borðplata með marmaraáferð. Innréttingin er U-laga og með eyju í miðjunni. Við endavegginn eru stórir gluggar sem hleypa mikilli birtu inn í eldhúsið. 

Í stofunni eru stórir gluggar og er húsgögnum raðað upp á skemmtilegan hátt. Dökkur viður er notaður á nokkra veggi sem gefur töluverðan svip. 

Það er parket á gólfum og hafa baðherbergi einnig verið endurnýjuð. Í hjónaherberginu er til dæmis svart frístandandi baðkar og baðinnrétting. Það ætti því að vera auðvelt að fara í bað og vippa sér svo strax upp í rúm.

Af fasteignavef mbl.is: Blikanes 16

mbl.is