Svart baðkar í hjónaherbergi í Arnarnesi

Við Blikanes í Arnarnesinu í Garðabænum stendur fallegt hús sem byggt var 1966. Húsið er 376 fm að stærð og hefur verið gert töluvert upp. 

Í eldhúsinu eru dökkar innréttingar og svört granít-borðplata með marmaraáferð. Innréttingin er U-laga og með eyju í miðjunni. Við endavegginn eru stórir gluggar sem hleypa mikilli birtu inn í eldhúsið. 

Í stofunni eru stórir gluggar og er húsgögnum raðað upp á skemmtilegan hátt. Dökkur viður er notaður á nokkra veggi sem gefur töluverðan svip. 

Það er parket á gólfum og hafa baðherbergi einnig verið endurnýjuð. Í hjónaherberginu er til dæmis svart frístandandi baðkar og baðinnrétting. Það ætti því að vera auðvelt að fara í bað og vippa sér svo strax upp í rúm.

Af fasteignavef mbl.is: Blikanes 16

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál