Edda Björgvins selur miðborgarperluna

Edda Björgvinsdóttir hefur sett íbúð sína við Skólavörðustíg á sölu.
Edda Björgvinsdóttir hefur sett íbúð sína við Skólavörðustíg á sölu. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Stórleikkonan Edda Björgvinsdóttir hefur sett íbúð sína við Skólavörðustíg 6b á sölu. Um er að ræða 73 fermetra íbúð í húsi sem var byggt árið 1986. 

Íbúðin er á besta stað í bænum og ákaflega smekklega innréttuð í samræmi við eigandann. Edda er ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar, en hún er ef til vill þekktust fyrir stórleik í kvikmyndunum Stella í orlofi og Stella í framboði. 

Í íbúðinni er eitt svefnherbergi og tvær bjartar og fallegar stofur. Ásett verð er 68.900.000 kr. 

Af fasteignavef mbl.is: Skólavörðustígur 6b

mbl.is