Jóna og Hólmar hyggjast flytja úr Birkiás

Jóna Vestfjörð Hannesdóttir og Hólmar Örn Eyjólfsson hafa sett raðhús …
Jóna Vestfjörð Hannesdóttir og Hólmar Örn Eyjólfsson hafa sett raðhús sitt á sölu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögmaðurinn Jóna Vestfjörð Hannesdóttir og fótboltamaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson hafa sett sitt fallega raðhús í Garðabænum á sölu. Þegar hjónin festu kaup á húsinu fóru þau í töluverðar breytingar og létu setja nýja eldhúsinnréttingu. Hún var hönnuð af Grímu Björgu Thorarensen en hún hannaði líka hillur á neðri hæðinni og bekk í forstofunni. 

Raðhúsið við Birkiás er 161 fm að stærð og var það byggt árið 2000. Úr húsinu er mikið og gott útsýni yfir Garðabæinn og fjallahringinn. 

Hjónin festu nýlega kaup á öðru húsi á flötunum í Garðabæ og standa yfir miklar framkvæmdir þar um þessar mundir. 

Af fasteignavef mbl.is: Birkiás 16

mbl.is