Einstaklega fallegt útsýnisraðhús á Seltjarnarnesi

Það er eftirsótt að eiga raðhús á Seltjarnarnesi enda hafa húsin þar staðist tímans tönn og seljast yfirleitt fljótt. Nú hefur eitt snoturt raðhús í bæjarfélaginu bæst á sölu en það er við Látraströnd. Um er að ræða 180 fm raðhús sem er á pöllum með fallegu útsýni yfir sundin blá og Esjuna sjálfa. 

Húsið er fallega innréttað en búið er að endurnýja margar innréttingar í húsinu. Í eldhúsinu er til dæmis nýleg hvít sprautulökkuð innrétting með afar fínu skápaplássi. Á borðplötunum er hvítur Silestone og er lítill tangi í eldhúsinu sem hægt er að sitja við. Undir glugganum er bekkur sem er hluti af innréttingunni. Þar er hægt að láta þreytu dagsins líða úr sér meðan fiskurinn sýður á eldavélinni. 

Stofa og borðstofa renna saman í eitt og setja falleg gluggatjöld svip sinn á rýmið. Gluggatjöldin eru með „new wave“ rykkingu sem nýtur mikilla vinsælda. Þessi rykking gerir það að verkum að gluggatjöldin virðast örlítið burðugri. 

Eins og sést á myndunum er húsið sérlega vel málað að innan. 

Af fasteignavef mbl.is: Látraströnd 46

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál