Draumur hönnunarunnandans í 107 Reykjavík

Ljósmynd/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Við bæjarmörk Reykjavíkur og Seltjarnarness er að finna skemmtilega 116 fm íbúð við Seilugranda. Íbúðin er staðsett á efstu hæð í fjölbýlishúsi sem byggt var árið 1981, en hún hefur verið innréttuð á glæsilegan máta og er búin afar fallegum húsmunum. 

Í íbúðinni er tímalaus og klassísk hönnun í forgrunni. Gengið er inn í forstofu sem hefur verið máluð að hluta í hlýlegum bleikum lit, en fallegur jólakrans á útidyrahurðinni vekur án efa athygli og býr til notalega hátíðarstemningu. Þá koma glöggir hönnunarunnendur eflaust auga á Wiener-stólinn eftir hönnuðinn Gebrüder Thonet.

Stofan er björt og rúmgóð með útsýni til suðurs og vesturs. Þar má sjá hinar klassísku hillur frá String sem voru hannaðar af sænska arkitektinum Nils Strinning. Þá einnig sjá fallegt svart veggljós frá Flos hannað af Paolo Rizzatto sem setur skemmtilegan karakter á rýmið. 

Borðstofan státar einnig af fallegri hönnun, en þar má sjá tímalausa PH5-ljósið og úrval af hönnunarstólum á heimsmælikvarða, þar á meðal Sjöuna eftir Arne Jacobsen, Y-stólinn eftir Hans J. Wegner og Cesca-stólinn eftir Marcel Breuer. 

Eldhúsið er stílhreint og minimalískt með fallegri innréttingu með sérsmíðuðum framhliðum úr ljósum við og svartri borðplötu. 

Af fasteignavef mbl.is: Seilugrandi 2

Ljósmynd/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Ljósmynd/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Ljósmynd/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Ljósmynd/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Ljósmynd/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Ljósmynd/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Ljósmynd/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Ljósmynd/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Ljósmynd/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Ljósmynd/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Ljósmynd/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Ljósmynd/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Ljósmynd/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Ljósmynd/Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál