Lúxusíbúð með útsýni yfir höfnina

Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is

Við Tryggvagötu í Reykjavík er að finna 99 fm lúxusíbúð með fallegu útsýni yfir Reykjavíkurhöfn. Íbúðin er á annarri hæð í fjölbýli sem byggt var árið 2017, en gengið er inn í glæsilega sameign á jarðhæð hússins með marmara á gólfum, sjónsteypu á veggjum og listaverkum eftir Leif Breiðfjörð. 

Í haust fékk Smartland skemmtilegt innlit í íbúðina, en það var Edda Sif Guðbrandsdóttir, framkvæmda- og innanhússráðgjafi, sem fékk það hlutverk að velja inn húsgögn og hluti í íbúðina. Útkoman er sannarlega glæsileg. 

Íbúðin er björt og opin, en gólfsíðir gluggar og aukin lofthæð gefa rýminu mikinn glæsibrag. Þá fær útsýnið yfir höfnina, sjóinn og Esjuna algjörlega að njóta sín, en húsgögnin eru minimalísk og gefa íbúðinni róandi andrúmsloft. 

Í íbúðinni er eitt svefnherbergi með fataherbergi og snyrtilegt salerni. Þá er einnig útgengt á suðursvalir frá svefnherberginu. Það er óhætt að segja að rúmgaflinn setji punktinn yfir i-ið í rýminu, en þar má sjá marmara og hljóðdempandi eikarplötur á veggnum sem veitir hlýju og notalega stemningu. 

Af fasteignavef mbl.is: Tryggvagata 13

Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál