Baldur og Vera ekki hætt saman en selja íbúðina

Baldur Ragnarsson og Vera Líndal eiga saman tvær dætur. Þau …
Baldur Ragnarsson og Vera Líndal eiga saman tvær dætur. Þau eru alls ekki hætt saman en ætla að selja íbúðina sína. Samsett mynd

Tónlistarmaðurinn og hlaðvarpsstjórnandinn, Baldur Ragnarsson, og sambýliskona hans Vera Líndal, sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu hjá UN Women, eru ekki hætt saman en þau hafa þó sett íbúð sína á sölu. 

Baldur, gítarleikari Skálmaldar og annar stjórnandi Drauga fortíða, greindi frá tíðindunum á Facebook. „Nú á aldeilis að selja þessa íbúð á Kársnesinu, með útsýninu og öllu. Hér er gríðarlega gott að búa og eina ástæðan fyrir því að við erum að selja er að við Vera Líndal erum hætt saman. Það er reyndar lygi, við erum í stuði og ætlum bara að flytja en fyrir mér er alltaf staður og stund fyrir smá drama og svo selur það líka,“ skrifar Baldur. 

Eins og Baldur segir er stórgott útsýni yfir að Öskjuhlíð og Háskólanum í Reykjavík. Íbúðin er smekklega innréttuð og falleg listaverk á veggjunum en Vera einstakur listamaður. Um er að ræða 164 fermetra íbúð með þremur svefnherbergjum. 

Af fasteignavef mbl.is: Kársnesbraut 45

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda