„Mitt annað heimili hefur verið inni á fasteignavefnum“

Júlían J. K. Jóhannson er sterkasti fasteignasali landsins.
Júlían J. K. Jóhannson er sterkasti fasteignasali landsins. Ljósmynd/Facebook

Júlían J.K. þekkja margir enda margfaldur heims- og Evrópumeistari í réttstöðulyftu. Júlían á sér þó fleiri hliðar en hann starfar nú á fasteignasölunni Remax og stefnir á að útskrifast sem löggiltur fasteignasali næsta vor.

Júlían segir að það hafi lengi verið draumur að gerast fasteignasali. „Ég var búinn að hugsa um þetta lengi enda hef ég lengi haft mikinn áhuga á faginu og öllu sem því tengist. Mitt annað heimili hefur verið inni á fasteignavefnum og skiptir þar engu hvort það er í mínu nágrenni eða hinum megin á landinu. Þetta nýtist auðvitað gríðarlega vel í starfinu enda mikilvægt að fylgjast vel með markaðnum,“ segir Júlían.

Hefur þú mikinn áhuga á heimilum?

„Já, ég hef klárlega mikinn áhuga á heimilum og það er ótrúlega gaman að geta hjálpað fólki að finna sitt framtíðarheimili eða stofna til heimilis. Fasteignakaup eru stór viðburður í lífi fólks og það skiptir svo miklu máli að það sé vandað til verka og það er sannarlega gaman að fá að vera viðriðinn þetta ferli. Ég hef það að leiðarljósi í mínum störfum að gera þennan viðburð og þessa reynslu að góðri reynslu.“

Allt kostir sem koma sér vel

Hvernig fer það saman að vera í kraftlyftingum og fasteignasölu?

„Það fer ágætlega saman og ég held raunar að það að æfa og stunda reglulega hreyfingu hjálpi manni alltaf í öllu því sem maður tekur sér fyrir hendur. Eflaust kemur að því að minn keppnisferill taki á sig aðra mynd en það er ekki alveg víst hvenær það er.“

Kemur keppnisskapið sér vel á hvorum tveggja vígstöðvum?

„Já, ekki spurning. Ég tek svo margt út úr mínum ferli sem kraftlyftingamaður og íþróttamaður, til dæmis agann, skipulagshæfni, klárlega keppnisskap og ekki síst áræði og þrautseigju. Þetta eru allt kostir sem koma sér ótrúlega vel.“

Júlían J. K. Jóhannsson er fremsti kraftlyftingamaður Íslands.
Júlían J. K. Jóhannsson er fremsti kraftlyftingamaður Íslands. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Gaman að geta leiðbeint fólki

Hvað er það skemmtilegasta við starfið?

„Það er klárlega allt þetta fjölbreytta fólk sem ég fæ tækifæri til að hitta og kynnast. Svo er það virkilega gaman að geta leiðbeint og hjálpað fólki í þessum stóru viðskiptum. Finna heimili fyrir fólk og sjá það blómstra. Svo er ég mjög lánsamur að hafa fengið stöðu á Remax fasteignasölu og fá að vinna með góðu fólki sem þekkir starfið frá a til ö.“

Er eitthvað að rofa til á fasteignmarkaðnum?

„Það er ýmislegt sem bendir til þess en það er auðvitað flóknari staða hjá sumum, meðal annars vegna þrengri reglna frá Seðlabankanum. En það er töluvert framboð núna og margir sem vilja og þurfa að kaupa og selja. Að mörgu leyti er þessi markaður eðlilegri og ákjósanlegri fyrir kaupendur og seljendur.“

Hverju finnst þér ungt fólk eins og þú vera spennt fyrir?

„Mín tilfinning er að sérbýlin heilli mikið og margir leita leiða til að komast í raðhús, parhús eða einbýli hvort sem það er hér á höfuðborgarsvæðinu eða í sveitarfélögunum í kring. Svo eru líka nýbyggingar með bílastæðahúsum sem heilla unga sem aldna, tala nú ekki um á vetri eins og þessum sem við erum að upplifa núna,“ segir Júlían.

Fasteignavefur mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál