Splunkunýtt 127 fm raðhús vekur athygli

Það er hátt til lofts og vítt til veggja við …
Það er hátt til lofts og vítt til veggja við Lóuhlíð. Ljósmynd/Samsett

Fólk sækir í auknum mæli í að komast út fyrir skarkala borgarinnar. Það er þess vegna sem 127 fm raðhús við Lóuhlíð í Grindavík er góð hugmynd. Húsið er fjögurra herbergja og var byggt í fyrra. Aðalsteinn Snorrason arkitekt hannaði raðhúsið sem mætir flestum nútímakröfum. 

Eldhús og stofa er til dæmis í sameiginlegu rými með veglegri eyju. Sprautulakkaðar  innréttingar prýða eldhúsið og eru þær sérhannaðar inn í húsið. Innréttingarnar eru sprautulakkaðar í litnum melamine sem er ljósgrár litur. Á borðplötunum er Kvartsteinn sem er slitsterkur og smart og fer vel við innréttinguna. 

Í eldhúsinu og stofunni er hátt til lofts og sérlega bjart. 

Á baðherberginu eru einnig sérsmíðaðar innréttingar sem fara vel við sandlitaðar flísar. Þar er stór spegill með innbyggðri lýsingu og sturta. 

Af fasteignavef mbl.is: Lóuhlíð 13

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál