Hlýlegt heimili með útsýni yfir tjörnina

Fallegt málverk eftir listamanninn Steingrím Gauta gefur eigninni mikinn glæsibrag.
Fallegt málverk eftir listamanninn Steingrím Gauta gefur eigninni mikinn glæsibrag. Samsett mynd

Við Lækjargötu í Hafnarfirði er að finna hlýlega 87 fm íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1990. Eignin hefur verið innréttuð á fallegan máta þar sem mildir jarðtónar eru í aðalhlutverki. 

Eldhús, borðstofa og stofa eru samliggjandi í björtu alrými. Grá eldhúsinnrétting tónar fallega við hlýlegan lit sem prýðir veggina. Einfaldleikinn ræður ríkjum í borðstofunni þar sem fallegur vasi frá danska hönnunarmerkinu 101 Copenhagen og þurrkuð strá fanga augað. 

Fallegt listaverk og klassískt hönnunarljós

Í stofunni vekur stórt málverk eftir listamanninn Steingrím Gauta strax athygli. Fyrir framan málverkið má sjá PH 80 gólflampa, hönnun hins danska Poul Henningsen fyrir Louis Poulsen. Þá gefur græni liturinn á sófanum rýminu hlýlega stemningu. 

Tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi eru í íbúðinni. Í báðum svefnherbergjum má sjá hvernig nýta má málningu til að skapa notalegt andrúmsloft, en veggirnir hafa verið málaðir að hluta í hlýlegum brúnum tón.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Lækjargata 34

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál