Viðar hjá Eflingu keypti 102 milljóna íbúð

Viðar Þorsteinsson, fræðslustjóri Eflingar, festi kaup á 102 milljóna króna …
Viðar Þorsteinsson, fræðslustjóri Eflingar, festi kaup á 102 milljóna króna íbúð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viðar Þorsteinsson, fræðslustjóri Eflingar og fyrrverandi framkvæmdastjóri stéttarfélagsins, hefur fest kaup á 123,8 fm íbúð við Tómasarhaga í Reykjavík. Hann á helmingshlut í íbúðinni á móti eiginkonu sinni, Hilmu Gunnarsdóttur. 

Íbúðin er á annarri hæð í þessu fjölbýlishúsi sem byggt var 1959. Kaupin á íbúðinni fóru fram 17. febrúar og greiddu hjónin 102,5 milljónir fyrir íbúðina. Þau seldu íbúð sína við Hjarðarhaga í Reykjavík 22. febrúar á 81 milljón króna. Íbúðin við Hjarðarhaga er 107 fm að stærð. 

Smartland óskar Viðari og Hilmu til hamingju með nýju íbúðina! 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál