Maja í Auganu selur útsýnisíbúð

Maja Hlín Sigurðardóttir selur einstaka útsýnisperlu.
Maja Hlín Sigurðardóttir selur einstaka útsýnisperlu. Ljósmynd/Samsett

Maja Hlín Sigurðardóttir, eða Maja í Auganu eins og hún er oftast kölluð, hefur sett glæsilega íbúð sína á sölu. Íbúðin er við Naustabryggju í Reykjavík. Hún er 86 fm að stærð og var húsið sjálft byggt 2005. 

Maja er mikil smekkkona eins og sést á heimili hennar. Í stofunni er að finna fallegan leðursófa, Eames-hægindastólinn og svo setur stórt verk eftir Kristinn Pálmason svip sinn á heimilið. Eldhús og stofa flæða saman í eitt og er hvít innréttingin með sprautulökkuðum hurðum þar í aðalhlutverki. 

Á svölunum er útisófi, borð og stólar, hitalampi og plöntur í pottum sem gera þær vistlegri. 

Af fasteignavef mbl.is: Naustabryggja 40

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál