Mæðgin skreyta samdægurs með lifandi blómum

Mæðginin Kári Kamban og Sigurborg Selma Karlsdóttir.
Mæðginin Kári Kamban og Sigurborg Selma Karlsdóttir. Ljósmynd/Samsett

Kári Kamban Sigurborgarson fermist þann 16. apríl í Háteigskirkju. Fermingunni verður fagnað með veislu í sal en móðir hans, Sigurborg Selma Karlsdóttir hönnuður, ætlar að skreyta salinn með lifandi blómum og byrjar því fermingardaginn snemma á skreytingum.

„Ég trúi því varla enn þá að það sé að koma að þessu. Það er virkilega gaman að fylgjast með honum vaxa úr því að vera lítið krútt í að allt í einu er hann orðinn hærri en ég og svo ótrúlega skemmtilegur og duglegur ungur maður,“ segir Sigurborg, spurð hvernig sé að eiga fermingarbarn.

Hvernig hefur fermingarundirbúningurinn verið á heimilinu?

„Fermingarundirbúningurinn hófst í haust þegar Kári valdi sér fermingarskóna sem eru mikilvægastir að hans mati. Annars hefur undirbúningurinn gengið vel. Við erum á fullu að undirbúa allt. Mamma mín hjálpar mikið til við undirbúning og erum við í óðaönn að skipuleggja skemmtilega veislu þar sem Kári fær að stjórna svolítið háttum. Til að mynda eru kandíflossvél og súkkulaðigosbrunnur efst á óskalistanum.“

Hvernig verður fermingardagurinn?

„Við munum örugglega hafa bröns heima á fermingardaginn og gera okkur til. Það verður örugglega í nógu að snúast þennan dag og líklega verðum við að undirbúa salinn rétt fyrir athöfn. Við verðum með lifandi blóm svo það verður að skreyta samdægurs.“

Ótrúlega mikilvægt að skreyta

Hvernig verður veislan?

„Hún verður frekar stór já. Við ætlum að fá veisluþjónustu til þess að sjá um veitingar sem fermingarbarnið velur. Hamborgara, spjót og annað góðgæti. Svo verður klassísk marsípanterta að sjálfsögðu og kransakaka sem mamma mín gerir.“

Er mikilvægt að skreyta fyrir fermingarveislur?

„Skrautið finnst mér alveg ótrúlega mikilvægt. Kári hefur ekki miklar skoðanir á þessum málum svo við foreldrarnir stjórnum þessu líklega. Klassískt er alltaf best finnst mér og munum við líklega leyfa lifandi blómum í uppáhaldsvösunum okkar frá Ker að vera það helsta. Svo finnst mér skemmtilegt að útbúa myndavegg með myndum af fermingarbarninu og jafnvel finna eitthvert smekklegt og skemmtilegt confettí til að hressa þetta aðeins við.“

Látlaus en elegant.
Látlaus en elegant. Eggert Jóhannesson
Sigurborg ætlar að skreyta með lifandi blómum.
Sigurborg ætlar að skreyta með lifandi blómum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvernig ætli þið að skreyta?

„Það verða Ker-vasar á öllum borðum með litríkum blómum.“

Fylgir fermingunni eitthvert stress?

„Þetta er auðvitað mikill gleðidagur hjá okkur öllum. En stressið verður líklega eitthvað þegar líður á. Það er kannski helsta stressið að ákveða fatnað á alla fjölskylduna fyrir stóra daginn og svo er ég auðvitað alltaf með það á heilanum hverju ætli ég sé að gleyma,“ segir Sigurborg.

Guli liturinn passar vel í fermingarveisluna.
Guli liturinn passar vel í fermingarveisluna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Langar á NBA-leik

Hvaða væntingar ertu með fyrir fermingardaginn?

„Ég vona að dagurinn verði skemmtilegur,“ segir Kári.

Ertu búinn að finna fermingarfötin?

„Ég verð líklega í jakkafötum og stuttermabol en ég er búinn að kaupa mér Jordan 5 skó fyrir fermingardaginn.“

Hvað dreymir þig um í fermingargjöf?

„Til dæmis útlandaferð og ferð á NBA-leik.“

Hvað hefur verið skemmtilegast í fermingarfræðslunni?

„Þegar við fórum í Vatnaskóg.“

Ert þú með eitthvert sérstakt hlutverk í veislunni?

„Nei, ekkert sérstakt hlutverk en ég mun taka á móti gestunum og bjóða alla velkomna.“

Fjölskyldan ætlar að borða góðan bröns áður en haldið er …
Fjölskyldan ætlar að borða góðan bröns áður en haldið er í kirkju og sal. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál