Glæsileg dönsk hönnunarperla frá 1918

Falleg hönnun einkennir eignina sem er 1.000 fm að stærð.
Falleg hönnun einkennir eignina sem er 1.000 fm að stærð. Samsett mynd

Í Vedbæk í Danmörku er að finna tignarlega 1.000 fm hönnunarvillu. Eignin stendur á 7.000 fm lóð með snyrtilegri verönd og upphitaðri sundlaug. Eignin býr yfir miklum sjarma og hefur merka sögu, en hún ætti að falla vel í kramið hjá arkitektúrs- og hönnunarunnendum.

Eignin var reist árið 1918 og ber þess skýr merki þrátt fyrir að hafa fengið allsherjar yfirhalningu árið 2014, þá 96 árum eftir að eignin var byggð. Byggingarstíllinn og skipulagið er í anda þess tíma, en rósettur og vegglistar gefa eigninni notalegan blæ í bland við nýlegri hönnunarhúsgögn. 

Mjúk litapalletta einkennir eignina þar sem formfögur húsgögn eru í forgrunni. Stórir og fallegir gluggar hleypa mikilli birtu inn og aukin lofthæð gefur eigninni mikinn glæsibrag. Þá gefa viðarbitar í lofti einstakan karakter og tóna fallega við ljósa veggina.

Útsýnið setur punktinn yfir i-ið

Eldhúsið, sem er staðsett í rúmgóðu og opnu rými, er án efa nútímalegt en þó afar stílhreint og fellur því vel að stíl eignarinnar. Samliggjandi er borðstofa og stofa, en þar má meðal annars sjá hvítan flygil og grænar plöntur.

Glæsilegt útsýni frá villunni setur punktinn svo yfir i-ið, en þaðan er einstakt sjávarútsýni yfir Eyrarsund til Svíþjóðar. Villuna er hægt að leigja á Airbnb, en hún státar af fimm svefnherbergjum og fimm baðherbergjum. Þar rúmast allt að 12 gestir hverju sinni, en nóttin yfir sumartímann kostar 2.535 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmum 346 þúsund krónum.

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál