Minimalísk hönnun í 227 fm parhúsi í Urriðaholti

Þessi fallega eign státar af fjórum svefnherbergjum og þremur baðherbergjum, …
Þessi fallega eign státar af fjórum svefnherbergjum og þremur baðherbergjum, en hún er staðsett í botlanga við Mosagötu 18. Samsett mynd

Við Mosagötu í Urriðaholti er að finna fallegt 227 fm parhús á tveimur hæðum sem reist var árið 2018. Húsið hefur verið innréttað á einstaklega sjarmerandi máta þar sem minimalískur stíll er í forgrunni.

Frá forstofu er gengið inn í bjart og rúmgott alrými á efri hæð. Falleg litapalletta flæðir í gegnum rýmið, en þar eru náttúrulegir tónar áberandi í bland við einstaka dekkri húsmuni. Þá gefa grænar plöntur rýminu hlýlega stemningu.

Í eldhúsinu ræður einfaldleikinn ríkjum, en þar má sjá stílhreina ljósgráa innréttingu frá HTH sem tónar fallega við gegnheilt parket á gólfum. Rýmið er bjart með góðum gluggum, en þar gefur skemmtilegt hönnunarljós frá 101 Copenhagen rýminu mikinn karakter.

Frá stofunni er útgengt á 14 fm svalir til suðvesturs með snyrtilegu gler handriði og fínrásuðu lerki á gólfi. 

Notalegheit í aðalhlutverki á neðri hæðinni

Gengið er niður fallegan teppalagðan stiga á neðri hæðina sem státar af fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Þar af er rúmgott hjónaherbergi þar sem ró og notalegheit eru í aðalhlutverki. Fataherbergi og sérbaðherbergi eru inn af hjónaherberginu, en þaðan er einnig útgengt út í garð.

Fallegir frontar frá Haf Studio prýða innréttingar á baðherbergjunum tveimur, en þeir tóna sérlega vel við flísarnar sem eru í ljósum lit. Á öðru baðherberginu er glæsilegt frístandandi baðkar með innfelldum blöndunartækjum sem gefa rýminu mikinn lúxusbrag.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Mosagata 18

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál