269 milljóna Kópavogshöll sem hlaut hönnunarverðlaun komið á sölu

Við Aflakór í Kópavogi er að finna einstakt 395 fm einbýli sem byggt var 2008. Húsið hlaut hönnunarverðlaun Kópavogsbæjar 2014. Húsið stendur á fallegum útsýnisstað í Kópavogi. 

Eigendur hússins eru hjónin Anný Rós Guðmundsdóttir og Gottskálk Gizurarson. Þau festu kaup á húsinu 2020 og gerðu töluverðar endurbætur á því. Þau létu sérsmíða nýjar innréttingar í húsið hjá Hegg og endurnýjuðu gestasnyrtingu. Auk þess var skipt um innihurðir í húsinu og fataskápa og gólfefni að hluta til. Auk þess skiptu þau um útihurð sem gjörbreytir svip hússins. 

Eins og sést á myndunum er heimilið hið glæsilegasta og ekki skemmir innbúið fyrir en þar er að finna vönduð húsgögn eftir þekkta erlend hönnunarfyrirtæki eins og Flos, Minotti, Kartell og fleiri. 

Af fasteignavef mbl.is: Aflakór 12 

mbl.is
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál