Friðrik Ómar keypti lúxusvillu við sjóinn

Friðrik Ómar Hjörleifsson keypti hús í Borgarnesi.
Friðrik Ómar Hjörleifsson keypti hús í Borgarnesi.

Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson er að flytja úr höfuðborginni til Borgarness. Húsið sem Friðrik Ómar keypti er nýlegt og stendur á sjávarlóð með einstaklega fallegu útsýni út á Borgarfjörðinn. Ásett verð var 129,5 milljónir. 

Þegar horft er út um stóru gólfsíðu gluggana í húsinu er það eins og að horfa á málverk. Í alrýminu er eldhús með eyju, borðstofa og stofa með fallegum arni. Útisvæðið er ekki verra en þar er myndarlegur pallur. Við bjargsbrúnina er pergóla og heitur og kaldur pottur. Staðsetningin á heita pottinum minnir á sundlaugar á fimm stjörnu lúxushótelum sem virðast hvergi enda. 

Heimilið skiptir Friðrik Ómar miklu máli eins og hann greindi frá í þættinum Heimilislífi á Smartlandi. Þar sagðist hann vinna mikið heima og það verður eflaust ekki leiðinlegt í nýja húsinu í Borgarnesi. Útsýnið á líklega eftir að veita tónlistarmanninum mikinn innblástur. 

Heitu pottarnir verða ekki flottari.
Heitu pottarnir verða ekki flottari.
Það gaman að elda í þessu eldhúsi.
Það gaman að elda í þessu eldhúsi.
Baðherbergið er veglegt.
Baðherbergið er veglegt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál