Þórey og Hákon búa saman og vinna saman

Þórey Birgisdóttir og Hákon Jóhannesson keyptu sína fyrstu íbúð í fyrra. Íbúðin er rúmlega 60 fm að stærð og sérlega vel skipulögð. Þórey og Hákon búa ekki bara saman því þau vinna saman líka en bæði starfa þau sem leikarar í Þjóðleikhúsinu. Þau eru til dæmis bæði að leika í sýningunni Meistarinn og Margaríta. Þau segja að það sé mikill kostur að vinna á sama vinnustað því þau geti alltaf verið samferða. 

Þegar þau fluttu inn í íbúðina þurfti að gera ýmislegt eins og að leggja parket. Fengu þau mikla hjálp frá foreldrum sínum. Pabbi Hákonar hjálpaði þeim til dæmis að parketleggja og svo hafa þau reynt að verða sjálfstæðari með með því að bora sjálf í veggi. Þórey segir að það hafi reyndar ekki alltaf heppnast og séu ummerki um mistök í íbúðinni en þó ekkert sem trufli dagsdaglega. 

mbl.is