Langar í hlaupaskó og kærleikskúlu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður er ekki föst í hefðunum þegar …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður er ekki föst í hefðunum þegar kemur að jólahaldi. mbl.is/Árni Sæberg

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er komin í jólaskap. Þegar hún er spurð að því hvort hún sé mikið jólabarn segist hún vera svona meðaljólabarn. 

„Mér finnst margt dásamlegt við jólin en er ekki mjög föst í hefðum jólanna,“ segir hún. 

Hvað finnst þér best við jólin?

„Hvað jólin eru fallegur tími til að njóta með fjölskyldu og góðum vinum.“

Hvað kemur þér í jólaskap?

„Venjulega eru það jólalög sem geta komið mér í mikið jólaskap en ætli það verði ekki fjárlög þessi jólin.“

Hvað borðar þú á jólunum?

„Ég er ekki vanaföst og þigg bara það sem pabbi hefur í jólamatinn. Ég ólst upp við hamborgarhrygg en nú erum við farin að breyta til í naut eða hreindýr sem ég er mjög ánægð með.“

Hvað finnst þér ómissandi að gera um jólin?

„Ég baka stundum, stundum ekki, skreyti stundum piparkökur stundum ekki, kaupi stundum jólatré, stundum ekki. Það er í raun ekkert sem mér finnst algjörlega ómissandi nema að muna að njóta þeirra.“

Verður þú meyr á jólunum?

„Já, á þessum tíma hugsar maður enn frekar til þeirra sem maður hefur misst en á sama tíma verður maður svo þakklátur fyrir þá sem standa manni næst.“

Ertu búin að ákveða í hverju þú ætlar að vera?

„Já, ég ætla vera í bláum kjól sem ég kippti með mér úr búð á Laugaveginum á leiðinni úr vinnunni í vikunni.“

Hvað langar þig í í jólagjöf?

„Mig langar í nýja hlaupaskó og kærleikskúluna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál