Glimmerbrjóst gera allt vitlaust um jólin

Glimmer jólabrjóst henta öllum og spyrja ekki um stærð eða …
Glimmer jólabrjóst henta öllum og spyrja ekki um stærð eða form. Skjáskot/Instagram

Jólabrjóst eru nýjasta nýtt á Instagram um þessar mundir. Brjóst kvenna eru máluð í anda jólanna, eins og jólakúlur eða hreindýrið Rúdólf með rauða nefið. Það var snyrtivörufyrirtækið Go Get Glitter sem veitti konum þennan innblástur og hvatti þær til að tjá jólaskap sitt á þennan máta. Samkvæmt vefmiðlinum Daily Star er þetta ekki í fyrsta skipti sem jólabrjóstin vekja undrun og eftirtekt. 

Nú þegar jólin eru handan við hornið eru margir farnir að huga að skreytingum og sparifötum til að klæðast við hátíðarhöldin. Í ár ætlar hópur kvenna að bregða út af vananum og leyfa brjóstum sínum að njóta frelsisins yfir hátíðirnar. Það ætla þær að gera með því að sleppa brjóstahöldurum eða öðrum fatnaði og nota þess í stað líkamsmálningu og glimmer. 

Á Instagram-reikningi Go Get Glitter má sjá myndskeið af vel jólaskreyttum brjóstum. Hafa margar konur lýst því yfir að ætla sér að stíga á vagninn og skreyta sín brjóst með samskonar hætti yfir hátíðarnar.

„Veisluhöld jólanna tilbúin,“ sagði einn fylgjandi snyrtivörufyrirtækisins. „Þetta ætla sko ég að gera,“ sagði annar.  

Þá hafa margir komið því á framfæri að þetta útlit gæti verið fullkomið til að sjokkera tengdafjölskylduna eða sýna nægilegt hugrekki og mæta á jólaskreyttum túttunum á jólahlaðborð með vinnufélögunum. 

Hvað svo sem þú ákveður að gera, láttu þér bara ekki verða kalt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál