Borðuðu 135 kg af kótelettum

Kótelettukvöld Samhjálpar eru með bestu skemmtununum sem boðið er upp á árlega í Reykjavík. Kótelettukvöldið hefur verið haldið árlega síðan 2006 en kvöldin eru notuð til fjáröflunar fyrir Samhjálp sem rekur meðal annars Kaffistofu Samhjálpar, Gistiskýlið, Miklubraut 18, þrjú áfangaheimili og Hlaðgerðarkot.

Að þessu sinni steiktu kokkarnir Ragnar Kristinsson og Sigurður Karlsson 135 kg af kótilettum ofan í 280 manns sem sóttu Kótilettukvöldið sem haldið var í Félagsheimili Seltjarnerness. Kóteletturnar voru bornar fram með soðnum kartöflum, smjöri, grænum baunum, rauðkáli og sultu og brögðuðust alveg hreint dásamlega.

Ásmundur Friðriksson alþingismaður var veislustjóri kvöldsins og Vigdís Hauksdóttir alþingismaður og formaður fjárlaganefndar var ræðumaður kvöldsins. Tónlistarmennirnir Páll Rósinkranz, Rúnar Þór og Bjartmar Guðlaugsson tróðu upp ásamt hljómsveit Samhjálpar. 

Eins og sést á myndunum var ósköp mikið stuð!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál