Þær sem elska Pretty Woman mættu

Útvarpsstöðin K100 bauð hlustendum sínum að sjá kvikmyndina Pretty Woman í Bíó Paradís í gærkvöldi. Kvikmyndin sló algerlega í gegn þegar hún var frumsýnd 23. mars 1990. Julia Roberts leikur aðalhlutverkið á móti Richard Gere. Á milli þeirra myndaðist tryllt kemestrí sem átti varla að geta gerst því hún var vændiskona og hann viðskiptamaður. 

Sagan af hamingjusömu hórunni á náttúrlega lítið skylt við það sem gerist í nútímanum. Þrátt fyrir að myndin sé barn síns tíma og allt það þá er hún alltaf jafn hrífandi. Allavega var fullt út úr dyrum í Bíó Paradís í gærkvöldi. Gestir fengu að kynnast vörum frá Urban Decay, Sebastian og Daria.is. Auk þess var boðið upp á nýjan Kobberberg Síder. 

Pretty Woman er hluti af retro partísýningaseríunni sem K100 og Bíó Paradís bjóða upp á í hverjum mánuði.

Í næsta mánuði verður boðið uppá Top Gun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál