Glaumur og gleði meðal gesta

Stockfish Film Festival opnaði formlega í gær en hátíðin stendur yfir dagana 28. febrúar til 10. mars í Bíó Paradís. Hátíðin er haldin í samvinnu við Heimili kvikmyndanna, Bíó Paradís og fagfélög í kvikmyndagreinum á Íslandi.

Opnunarmynd hátíðarinnar, BRAKLAND, sem er dönsk/íslensk samframleiðsla sló í gegn í gær og var boðioð upp á fordrykk áður en sýningin hófst. 

Hátíðin sýnir yfir 25 alþjóðlegar verlðaunamyndir og hafa bransaviðburðir aldrei verið fleiri! Auk þess verður Physical Cinema Festival hreyfimyndahátíðin haldin á Stockfish þetta árið undir stjórn Helenu Jónsdóttur og mun sýna yfir þrjátíu verk og innsetningar í Bíó Paradís.

Vel var mætt af fólki í kvikmyndabransanum og var góð stemning. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál