Þetta var nú aldeilis-partí

Aldeilis auglýsingastofa hélt um daginn heljarinnar innflutningspartý og nafnaveislu. Aldeilis hét áður Hype auglýsingastofa en hefur nú tekið upp nýtt nafn og útlit í nýju glæsilegu húsnæði á Hverfisgötu 4 sem HAF Studio hannaði með Aldeilis. Á annað hundrað manns mættu til að samfagna áfanganum, Ingibjörg Pálmadóttir og tónlistarmaðurinn Auður voru meðal þeirra sem tóku þátt í gleðinni.

„Við erum himinlifandi með að vera komin hingað á Hverfisgötuna og með það að vera búin að klára þessa endurmörkun á stofunni til þess að ramma betur inn þá framtíðarsýn sem hér hefur verið mótuð. Það er ekkert nema stuð og stemmning framundan og eitt er víst að það er alla vega ekki leiðinlegt að halda veislur hér með hækkandi sól. Rýmið sem var innréttað og hannað af HafStudio er í einu orði sagt frábær vinnuaðstaða,“ segir Páll Guðbrandsson framkvæmdastjóri Aldeilis.

mbl.is