Stórstjörnur úr hárheiminum skemmtu sér

Harpa iðaði af lífi og fjöri þegar hármerkið Davines hélt risastóran viðburð á Íslandi í síðustu viku. World Wide Hair Tour er sýning á vegum Davines sem haldin er árlega á mismunandi stöðum um heim allan. Hárgreiðslufólk frá öllum heimshornum mætti í hingað til lands til að fylgjast með því nýjasta í heimi hártískunnar eða um 1700 manns. Davines er leiðandi merki í umhverfismálum og leggur mikið upp úr því að láta það ekki bitna á tískunni. 

Stór­stjarn­an Ang­elo Semin­ara sem er marg­fald­ur vinn­ings­hafi „Brit­ish Hair­dress­er of the Year“ og list­rænn stjórn­andi Dav­ines mætti til landsins og sýndi það sem hann. Hann vinn­ur náið með stærstu tísku­tíma­rit­um heims eins og Vogue, Vanity Fair, Harper’s Baza­ar UK, Muse, Mixte, Dazed and Confu­sed, Anot­her Man og Numéro Jap­an. Hingað til lands mætti líka eigandi Davines, Davide Bollati, ásamt fylgdarliði sínu til að vera viðstaddur þessa glæsilegu sýningu. 

Punkturinn yfir i-ið var lokapartíið sem haldið var í Hörpu til þess að fagna frábærri sýningu þar sem sköpunarkrafturinn og gleðin var allsráðandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál