Stórstjörnur úr hárheiminum skemmtu sér

Harpa iðaði af lífi og fjöri þegar hármerkið Davines hélt risastóran viðburð á Íslandi í síðustu viku. World Wide Hair Tour er sýning á vegum Davines sem haldin er árlega á mismunandi stöðum um heim allan. Hárgreiðslufólk frá öllum heimshornum mætti í hingað til lands til að fylgjast með því nýjasta í heimi hártískunnar eða um 1700 manns. Davines er leiðandi merki í umhverfismálum og leggur mikið upp úr því að láta það ekki bitna á tískunni. 

Stór­stjarn­an Ang­elo Semin­ara sem er marg­fald­ur vinn­ings­hafi „Brit­ish Hair­dress­er of the Year“ og list­rænn stjórn­andi Dav­ines mætti til landsins og sýndi það sem hann. Hann vinn­ur náið með stærstu tísku­tíma­rit­um heims eins og Vogue, Vanity Fair, Harper’s Baza­ar UK, Muse, Mixte, Dazed and Confu­sed, Anot­her Man og Numéro Jap­an. Hingað til lands mætti líka eigandi Davines, Davide Bollati, ásamt fylgdarliði sínu til að vera viðstaddur þessa glæsilegu sýningu. 

Punkturinn yfir i-ið var lokapartíið sem haldið var í Hörpu til þess að fagna frábærri sýningu þar sem sköpunarkrafturinn og gleðin var allsráðandi. 

mbl.is