Formaður VR í góðum gír á matarhátíð

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR lét sig ekki vanta þegar forskot var tekið á matarhátíðina Reykjavík Food Festival í Marshallhúsinu. Yfirskrift hátíðarinnar er Úr flóa að fjalli en hátíðin fer fram á Skólavörðustíg á morgun milli 14.00 og 17.00. 

Sérlegur heiðursgestur hátíðarinnar, meistarakokkurinn Dom Iannarelli frá Iowa í Bandaríkjunum, bauð samstarfsaðilum og veitingamönnum hátíðarinnar upp á kræsingar en hann verður einnig með veitingabás á hátíðinni.

Hátíðin er í samstarfi við Reykjavíkurborg og Samtök iðnaðarins. 

mbl.is