Edda Hermannsdóttir samskiptastjóri Íslandsbanka fagnaði útkomu bókar sinnar, Framkoma, á Vinnustofu Kjarval í gær. Fullt var út úr dyrum í boðinu og mikið fjör eins og sést á myndunum. Unnusti Eddu, Ríkharður Daðason, var að sjálfsögðu mættur og líka Inga Lind Karlsdóttir og Árni Hauksson, Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir.
Í viðtali við Sunnudagsmoggann á dögunum sagði Edda, sem er dóttir Hermanns Gunnarssonar heitins, að hún hefði fæðst miðaldra.