Prófessor við Yale spáir miklu svalli eftir kórónuveiruna

Það eru fjölmargir að bíða eftir því að komast í …
Það eru fjölmargir að bíða eftir því að komast í gott partý. mbl.is/Colourbox

Ef marka má Nicholas Christakis, prófessor við Yale-háskóla, mun almenningur sleppa fram af sér beislinu um leið og kórónuveiran er yfirstaðin. Hann býst við að fólk verði lauslátara og eyðslusamara. 

Christakis rannsakar hegðun fólks í sögulegu samhengi og þá sér í lagi í farsóttum. Hann segir eðlilega hegðun fólks í dag vera að spara peninga, halda sig heima og taka minni áhættu en áður. Þótt margir hafi aldrei upplifað svona tíma áður sé hegðun fólks mjög svipuð og hegðun fólks á tímum fyrri farsótta. Christakis tekur sem dæmi spænsku veikina á þriðja áratug síðustu aldar og hegðun fólks í kjölfar hennar. 

Það sem er áhugavert að skoða í sögulegu samhengi er sú staðreynd að hagkerfin falla eða kólna  sama hvað stjórnvöld gera eða gera ekki  þegar farsótt fer yfir heimsbyggðina. Það hefur meira með hegðun fólks að gera en ákvarðanir þeirra sem stjórna um hvað má vera opið og hvað ekki hverju sinni.

Víst er að margir hlakka til þess að geta farið út að borða, á skemmtistaði og stundað skyndikynni, sem hefur ekki verið flokkað sem lífshættuleg hegðun fyrr en nú!

mbl.is