Allt á útopnu í afmæli Röggu Theó og Eydísar

Ragnheiður Theodórsdóttir og Eydís Perla Martinsdóttir.
Ragnheiður Theodórsdóttir og Eydís Perla Martinsdóttir.

Vinkonurnar Ragnheiður Theodórsdóttir og Eydís Perla Martinsdóttir héldu upp á afmælin sín í Cava-salnum í gömlu kartöflugeymslunum við Rafstöðvarveg í byrjun júní. Mikið stuð var í afmælinu og fólk tilbúið að sletta úr klaufunum eftir samkomutakmarkanir undanfarinna mánuða. 

„Okkur langaði að halda flott og skemmtilegt partí fyrir vini og vandamenn og fagna afmælum okkar,“ segir Ragnheiður. Það var þó ekki opið hús og allir gestir virtu gestalistann í ljósi sóttvarnareglna. 

„Við buðum upp á áfengi, veitingar frá Flavor, glæsilega köku frá Bake Me A Wish og allt besta sælgætið frá Kólus. Allar græjur frá Rent-A-Party setti svo partíið á næsta level en við vorum með píluspjald, led beer pong-borð og myndakassa. Ég ætlaði að hafa körfuboltaspjald fyrir utan en verð að gera það næst þar sem veðrið bauð því miður ekki upp á það. DJ-JAY O kom svo að spila og það var dansað fram eftir kvöldi.“

Eins og sjá má á myndunum heppnaðist veislan vel. 

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is