Davíð Helgason spjallaði við unga frumkvöðla

Davíð Helgason, Sunna Halla Einarsdóttir og Freyr Friðfinnsson.
Davíð Helgason, Sunna Halla Einarsdóttir og Freyr Friðfinnsson. Ljósmynd/Skúli Hólm

Startup Supernova-hraðallinn er í fullum gangi og fyrsti viðburður sumarsins var haldinn í Grósku á fimmtudagskvöldið. Icelandic Startups keyrir hraðalinn en bakhjarlar verkefnisins eru Nova og Gróska auk þess sem Huawei styrkti sérstaklega teymið FOMO.

Davíð Helgason, fjárfestir og einn ríkasti maður Íslands, mætti á viðburðinn og ræddi við unga frumkvöðla.

Fimm teymi af þeim tíu sem taka þátt í hraðlinum kynntu sig og sín verkefni fyrir hópi fólks. Teymin höfðu eina mínútu til að koma sinni snilld til skila og stóðu sig vel. Fjöldi fjárfesta og vina var viðstaddur, bubblubíllinn sá um veitingar og DJ Jay-O þeytti skífum en þess ber að geta að hann tók sjálfur þátt í Supernova í fyrra með fyrirtæki sitt Stubb.

Næstu fimm teymi munu kynna sig 15. júlí í Grósku og eru allir velkomnir.

Katrín Aagestad, Stefanía Gunnarsdóttir, Helgi Skúli Friðriksson og Víðir Björnsson.
Katrín Aagestad, Stefanía Gunnarsdóttir, Helgi Skúli Friðriksson og Víðir Björnsson. Ljósmynd/Skúli Hólm
Hrafnhildur Ingadóttir og Selma Karlsdóttir.
Hrafnhildur Ingadóttir og Selma Karlsdóttir. Ljósmynd/Skúli Hólm
Freyr Friðfinnsson.
Freyr Friðfinnsson. Ljósmynd/Skúli Hólm
Gylfi Már Geirsson og Kristín Soffía Jónsdóttir.
Gylfi Már Geirsson og Kristín Soffía Jónsdóttir. Ljósmynd/Skúli Hólm
Bragi, Eiríkur, Sigurður Davíð, Árni Steinn.
Bragi, Eiríkur, Sigurður Davíð, Árni Steinn. Ljósmynd/Skúli Hólm
Svavar Berg Jóhannsson, Gísli Karl Gíslason og Sindri Björnsson.
Svavar Berg Jóhannsson, Gísli Karl Gíslason og Sindri Björnsson. Ljósmynd/Skúli Hólm
Svavar Berg Jóhannsson, Gísli Karl Gíslason, Mikael Ingason í FOMO …
Svavar Berg Jóhannsson, Gísli Karl Gíslason, Mikael Ingason í FOMO og félagar. Ljósmynd/Skúli Hólm
mbl.is