Instagram: Helgi kominn í frí með fjölskyldunni

Samsett mynd

Síðasta vika var viðburðarík. Gleðiganga Hinsegin daga setti svip sinn á Instagram-reikninga landsmanna en fólk gekk líka á fjöll, fór í útilegur og naut lífsins erlendis. Helgi Ómarsson er til dæmis kominn í frí í faðm fjölskyldunnar eftir að hafa líklega verið byrluð ólyfjan á Þjóðhátíð. 

Ástfangin í Sky Lagoon!

Sara Lind eða Sara í Junik naut lífsins í Sky Lagoon ásamt kærasta sínum. 

Farinn í frí!

Helgi Ómarsson áhrifavaldur og ljósmyndari er kominn í frí ásamt fjölskyldu sinni en hann sagði frá því í vikunni að læknar teldu að honum hefði verið byrluð ólyfjan á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 

Sólaði sig!

Áhrifavaldurinn og lögfræðineminn Helga Margrét Agnarsdóttir lét sólina leika um sig á Akureyri. 

Baldur á mótorhjóli!

Baldur Kristjánsson ljósmyndari er á ferð um Bandaríkin um þessar mundir. Þar þeytist hann um á mótorfák sem hann fékk lánaðan. 

 Dásamlega Ítalía!

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sjónvarpskokkur er stödd á Ítalíu um þessar mundir. Eins og sést fer Ítalía henni vel. 

Stimluðu sig inn!

Vinkonurnar Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Auður Eva Ásberg fóru á Kalda og skemmtu sér vel. 

Mætti í Gleðigönguna!

Sigga Ey sem er tónlistarmaður og keppti fyrir Íslandshönd í Eurovison mætti að sjálfsögðu í Gleðigöngu Hinsegin daga. 

Ömmuknús!

Guðríður Erla Torfadóttir eða Gurrý eins og hún er kölluð var með ömmubörnum um helgina. 

View this post on Instagram

A post shared by Gurrý (@gurry.is)

Ævintýraferð!

Sigríður Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju fór á Vestfirði þar sem hún gisti í tjaldi og sigldi um á kajak. Eiginmaður hennar, Halldór Halldórsson, er mikill kajak-maður og hefur siglt mikið í gegnum tíðina. Árið 2013 fékk Smartland að sigla svolítið með Halldóri. 

 Í toppformi! 

Ari Eldjárn uppistandari ætlar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu sem fer fram 20. ágúst. Stífar hlaupaæfingar eru hafnar. 

View this post on Instagram

A post shared by Ari Eldjárn (@arieldjarn)

Rokkari! 

Ragga Thodórsdóttir skellti sér á tónleika með Rolling Stones. 

Meiri gleði!

Leikarinn Gói Karlsson skellti sér í Gleðigöngu Hinsegin daga. Hér er afkvæmi hans ásamt strákunum í Æði. 

View this post on Instagram

A post shared by Gói Karlsson (@goi1980)

Á göngu!

Kolbrún Björnsdóttir leiðsögumaður og fyrrverandi fjölmiðlakona gekk Fimmvörðuháls ásamt syni sínum. 

Stóð vaktina!

Jóhannes Þór Skúlason var einu sinni aðstoðarmaður Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar en er núna framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann skellti sér í Gleðigöngu Hinsegin daga. Hann sagði frá því nýlega að hann væri tvíkynhneigður. 

Bumban stækkar!

Katrín Edda naut lífsins í Brighton. Bumban stækkar og stækkar en hún á von á sínu fyrsta barni.  

View this post on Instagram

A post shared by Katrin Edda (@katrinedda)

Alltaf hress!

Söngkonan og fasteignasalinn, Hera Björk Þórhallsdóttir, mætti í miðbæ Reykjavíkur þegar Gleðiganga Hinsegin daga fór fram. 

Í samstæðu setti í sólinni!

Helgi Ómarsson er ekki sá eini sem er kominn í sólarfrí með fjölskyldunni. Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, er einnig kominn í sólina. Hann er nú á Altea á Spáni með börnum sínum. 

Sleikir sólina í Króatíu!

Tiktok-stjarnan Brynhildur Gunnlaugsdóttir hefur varið hluta sumarsins í Pula í Króatíu ásamt kærasta sínum, körfuboltamanninnum Dani Koljanin. 

Eldgos!

Rúrik Gíslason, fyrirsæta og fyrrverandi fótboltakappi, lét sig ekki vanta þegar byrjaði að gjósa í Merardölum á dögunum. Hann birti nokkrar heillandi myndir af eldgosinu.

mbl.is