Hefur ekki undan að sauma út afsakanir

Guðrún Mist Sigfúsdóttir og Sísí Ingólfsdóttir.
Guðrún Mist Sigfúsdóttir og Sísí Ingólfsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Listakonan Sísí Ingólfsdóttir hefur ekki undan að sauma út afsakanir og fyrirgefningar fyrir Íslendinga. Sísi opnaði myndlistarsýningu í tískuversluninni Andrá á Laugavegi um síðastliðna helgi. 

Afsakið allt draslið, afsakið hvað ég lagði bílnum illa, fyrirgefðu hvað ég er illa til höfð og fleiri snjallar afsakanir saumar hún út í listverk sem eru svo eftirsótt að það er biðlisti eftir þeim. Sísí hefur verið upptekin að kynjahlutverkum og birtingarmyndum þeirra og sögu femínismans ásamt því að skoða móðurhlutverkið út frá ólíkum sjónarhornum og oftar en ekki á húmarískan hátt.

Sísí vinnur þvert á listform, allt frá gjörningum yfir í keramik, textaverk, handverk, innsetningar og vatnslitun. Aðferðirnar eru því mismunandi en ferlið er alltaf sambærilegt, sjálfsævisöguleg nálgun og oft með tengingu við listasöguna. Sísí nálgast viðfangsefnin sama hversu beitt þau eru af móðurlegri mýkt og oftar en ekki verður einhverskonar samsláttur á opinberu- og einkarými listamannsins. Það gerir hugleiðingar hennar oft eitthvað sem sýningargestir geta tengt við líkt og útsaumuðu Afsakið verkin hennar. Eitt af því sem hefur háð framgangi kvenna í gegnum tíðina er þörfin fyrir að afsaka sig og með verkum sínum bendir hún á fáránleika þess á hnyttinn hátt.

Sigurður Samik Davidsen, Guðrún Sif Hilmarsdóttir og börn.
Sigurður Samik Davidsen, Guðrún Sif Hilmarsdóttir og börn. Ljósmynd/Aðsend
Birgir Örn Guðjónsson.
Birgir Örn Guðjónsson. Ljósmynd/Aðsend
Sísí Ingólfsdóttir og Chris Jagger.
Sísí Ingólfsdóttir og Chris Jagger. Ljósmynd/Aðsend
Jewells Chambers og Daria Sól.
Jewells Chambers og Daria Sól. Ljósmynd/Aðsend
Eggert Pétursson.
Eggert Pétursson. Ljósmynd/Aðsend
Tekla Sól Ingibjartsdóttir og Auður Mist Tinnadóttir.
Tekla Sól Ingibjartsdóttir og Auður Mist Tinnadóttir. Ljósmynd/Aðsend
Sigurður Egill Stardal og Sísí Ingólfsdóttir.
Sigurður Egill Stardal og Sísí Ingólfsdóttir. Ljósmynd/Aðsend
Heiður Hlynsdóttir, Hlynur Heimisson, Grétar Örn Guðmundsson og Salka Grétarsdóttir.
Heiður Hlynsdóttir, Hlynur Heimisson, Grétar Örn Guðmundsson og Salka Grétarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend
Amanda Tyahur.
Amanda Tyahur. Ljósmynd/Aðsend
Stefanía Ósk Arnardóttir og Marta Gunnlaugsdóttir.
Stefanía Ósk Arnardóttir og Marta Gunnlaugsdóttir. Ljósmynd/Aðsend
Afsakið alla hælana.
Afsakið alla hælana. Ljósmynd/Aðsend
Einar Johnson og Þóra Hjörleifsdóttir.
Einar Johnson og Þóra Hjörleifsdóttir. Ljósmynd/Aðsend
Steinunn Björg Hrólfsdóttir og Sísí Ingólfsdóttir.
Steinunn Björg Hrólfsdóttir og Sísí Ingólfsdóttir. Ljósmynd/Aðsend
Listaverkin.
Listaverkin. Ljósmynd/Aðsend
Atli Þorgeirsson, Ágúst Jakobsson, María Sjöfn og Hlynur Jónasson.
Atli Þorgeirsson, Ágúst Jakobsson, María Sjöfn og Hlynur Jónasson. Ljósmynd/Aðsend
Ólafur Helgi Þorkelsson, Gunnfríður Björnsdóttir og Elísabet Ólafsdóttir.
Ólafur Helgi Þorkelsson, Gunnfríður Björnsdóttir og Elísabet Ólafsdóttir. Ljósmynd/Aðsend
Ari Jónsson.
Ari Jónsson. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál