„Ertu ekki á Tinder?“ spyrja allir

Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Háskóla Íslands.
Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Háskóla Íslands. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„„Þú matt þetta EKKI!!“ Aðstoðarkonan mín, sem öllu jöfnu stjórnar mér nokkuð vel og vandlega, horfði á mig með hneykslun. Ég leit undrandi upp úr tölvunni og hváði. Upphófst þá lesturinn, „sko af því að þú ert orðin einhleyp þá mátt þú ekki senda karlmanni vinabeiðni á facebook!“ Ég varð enn meira hissa og fór að afsaka mig og sagði að ég yrði að boða hann á fund og ég vissi ekki netfangið og að ég væri alls, alls ekki að með annað í huga en bara einn lítinn viðskiptafund,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Háskóla Íslands í nýjasta pistli sínum: 

Ég var að reyna að ná í mann nokkru seinna og biðja hann um að hitta mig í hádeginu vegna bókar sem ég var að skrifa. Ég sendi honum tölvupóst eins og ég geri en hann svaraði seint og illa. Ég kvartaði við einhvern um að maður í hans stöðu leyfði sér að svara ekki. Ekki stóð á svarinu. „Hann heldur að þú sért að reyna við sig.“  Ég missti næstum tyggjó-ið út úr mér. Hvað! Má nú ekki bjóða manni í löns öðruvísi en hann haldi að ég ætli að svipta hann fötum?

Æskuvinkona mín horfði á mig með áhyggjusvip nokkru síðar. Hún sagðist aðspurð hafa svo miklar áhyggjur af mér. Ég hélt kannski að það væri af því ég ætti svo bágt. „Þú átt ekki séns á þessum nýju miðlum.“ Ég sagði henni að ég væri bara nokkuð vel gefin, að mínu mati. „Nei, þú fattar aldrei neitt.“ Ég minnti hana á að ég kenndi meðal annars um samskipti en hún bara hristi hausinn og sagði „en það er ekki á netinu.“ Þar gilda allt aðrar reglur, svo bætti hún við „þú verður að setja selfíes inn og líta vel út.“ Þá lærði ég um filtera.

„Ertu ekki á Tinder?“ spyrja allir - ég er að meina ALLIR. Ég sem er skömmuð fyrir að tala við karlmenn svona almennt, nema pabba, bróður minn og son (smá ýkjur). En ég held að það sé alla vega löglegasti vettvangurinn þar eru alla vega umferðareglurnar skýrar og mér skilst að það sé best að taka selfíe ofan frá! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál