Heldur fram hjá með mismunandi mönnum

Konan nýtur þess að halda fram hjá.
Konan nýtur þess að halda fram hjá. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona sem er komin með nóg af þeim leiðindapúka sem hún telur eiginmann sinn vera leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun. 

Ég stundaði kynlíf með manni sem ég hitti á netinu og það var frábært. Ég veit að ég mun ekki hitta hann aftur en ég veit það verða aðrir í staðinn.

Ég er svo þreytt á eiginmanni mínum en ég hef ekki tíma til að skilja við hann. Við höfum verið gift í 23 ár. Ég er 49 ára og eiginmaður minn 55 ára. Í fimm árum höfum við ekki bara sofið hvort í sínu rúminu heldur höfum við verið með hvort sitt herbergið. Þetta var mitt val, ég er hætt að laðast að honum kynferðislega. Það er engin nánd, bara tveir fullorðnir vinir sem deila heimili. 

Þetta hefur ekki alltaf verið svona. Við nutum ástríðufulls kynlífs á hverjum degi en aldur hans er farinn að segja til sín. Hann er ekki lengur sami maðurinn, sérstaklega ekki í rúminu. Aftur á móti finnst mér ég vera eins og þegar við giftum okkur. Ég horfi á sjálfa mig. Ég hreyfi mig og held mér í formi og ég þarf mikið gaman í líf mitt. 

Ég byrjaði spjalla á netinu bara til þess að hafa eitthvað að gera í mínu kalda einbreiða rúmi. Mér fannst þetta mjög ávanabindandi. Þetta byrjaði sem glettni og spjall. Ég hélt áfram og byrjaði að senda dónaleg skilaboð og byrjaði síðan að hitta menn til að stunda kynlíf með og ég á frábærar stundir. 

Ég efast um að eiginmaður minn hafi farið út af sporinu. Ég er ekki viss um að hann vissi hvað hann ætti að gera við konur þessa dagana. Hann vinnur mikið á skrifstofunni og vinnur í garðinum þess á milli.

Börnin okkar eru ekki lengur á okkar framfæri svo nú sit ég uppi með eiginmann minn sem er leiðinlegasti maður sem ég veit um. Ég geri ráð fyrir að nú ættum við að enda hjónbandið en síðustu ár hafa verið uppfull af fjölskylduviðburðum, giftingum og jarðarförum. Ég hef bara ekki haft tíma til að skilja. Er eitthvað að mér? Mér finnst eins og ég sé ekki gerð til þess að eyða lífinu með bara einu lífi. 

Deidre bendir konunni reyndar á að hún hafi samþykkt að eyða lífinu með einum manni en það sé hins vegar ekki auðvelt að halda lífi í hjónabandinu. 

Það tekur tíma, athygli og ást og ég finn til með eiginmanni þínum. Hann hljómar eins og góður maður en þú hæðist bara að honum. Hvað meinar þú með þitt eigið rúm? Var kynlífið bara búið og komst gremjan að? Það er ekki óvenjulegt í hjónaböndum og það er ekki óalgengt fyrir karlmenn á hans aldri að eiga við vandamál að stríða þegar kemur að því að standa sig í bólinu. Það er til hjálp. 

Hvert sem vandamálið er á milli ykkar, gerðu það, ekki halda svona áfram. Þú getur glatað svo miklu, hugsaðu þig vel um áður en þú kastar hjónbandinu á glæ. Biddu eiginmann þinn um að fara í læknisskoðun. Það gæti verið um læknisfræðilegt vandamál að ræða sem ekki ætti að hundsa. 

Konan þolir ekki eiginmann sinn.
Konan þolir ekki eiginmann sinn. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál