Níu leiðir til að gera kynlífið betra

Það er gott að byrja á því að koma sér …
Það er gott að byrja á því að koma sér í gírinn mörgum klukkutímum áður en kynlíf hefst. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er oft hægt að gera gott kynlíf enn betra og þá skipta bólbrögðin sjálf ekki bara máli heldur líka það sem gerist áður en fjör færist í leika. Prevention fékk sérfræðinga til að fara yfir hvað sé hægt að gera áður en byrjað er að stunda kynlíf til þess að kynlífið sé með betra móti ekki bara líkamlega heldur líka andlega og tilfinningalega. 

24 tímum fyrir 

Það skemmir ekki að byrja að hugsa kynferðislegar hugsanir sólahring fyrir stóra kvöldið. Í stað þess að hugsa um hvað þú ætlar að gera með bólfélaganum getur þú byrjað að hugsa um það sem kveikir í þér. 

Það er gott að klára öll verkefni sem eru á skipulagslistanum. Það getur verið erfitt að einbeita sér í kynlífinu ef maður er stressaður vegna einhverra ókláraðra verkefna. 

Ef snyrting fyrir neðan belti er eitt af því sem fólk gerir er gott að klára slíkt sólarhring fyrir kynlífið.

Sólahring fyrir kynlíf getur verið skemmtilegt og spennandi að hefja leika með því að senda kynferðisleg skilaboð. Hægt er til dæmis að byrja á að stinga upp á einhverju sem þið hafið ekki gert áður.

12 tímum fyrir

Það er ekki gott að passa upp á mataræðið fyrir kynlíf þar sem uppþemba og andremma er ekki sérstaklega kynþokkafullt. 

Föt geta látið manni líða kynþokkafullri og þá er um að gera að klæða sig þannig. Ef æsandi nærföt koma þér til dæmis í gírinn er sniðugt að klæða sig í fallegt sett. 

Eru nærbuxurnar að hjálpa?
Eru nærbuxurnar að hjálpa? mbl.is/Thinkstockphotos

Einni klukkustund fyrir

Ef þú ert í gömlum þægilegum bómullarnærbuxum skemmir það ekki fyrir að skipta yfir í fallegar nærbuxur rétt fyrir kynlífið.

Ef þú ert að koma beint úr vinnunni getur verið gott að reyna að skipta um gír með því að fara kannski í sturtu, skipta um föt eða kveikja á kertum. 

Það er gott að hugleiða stuttu áður en byrjað er að stunda kynlífið. Það að einbeita sér að andardrættinum hjálpar þér að slaka á. Það er gott að vera í núinu þegar fullnæging er annars vegar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál