Fólk stundar meira kynlíf á jólunum

Það má færa jólagleðina upp í rúm.
Það má færa jólagleðina upp í rúm. mbl.is/Thinkstockphotos

Jólin eru tími kærleika og friðar og hvar er betra að sýna kærleika en einmitt uppi í rúmi. Að minnsta kosti sýna rannsóknir að fólk hefur meiri áhuga á kynlífi í kringum jólin. 

Indiana University og Instituto Gulbenkian de Ciencia í Portugal könnuðu hvernig líkamsstarfsemin okkar breytist við breytingar í umhverfi. Því var skoðað hvað gerist við það þegar jólin taka völdin í okkar nánasta umhverfi. 

Skoðuð var aukin getnaðartíðni eftir menningarlegum viðburðum eins og jól eru í kristnum samfélögum. Til þess að geta barn þarf að stunda kynlíf en það kom í ljós að fólk leitaði mun oftar að kynlífstengdum hlutum á Google yfir trúarlegar og menningarlegar hátíðir auk þess sem fæðingartíðni jókst níu mánuðum síðar. 

Luis Rocha, einn rannsakendanna, sá samasemmerki á milli hátíða og aukinnar frjósemi. „Kannski fólk finni meiri hvöt til þess að stækka fjölskylduna á hátíðisdögum þar sem áhersla er á ást og gjafir til barna. Jólahátíðin er líka tengd sögum um Jesú litla og heila fjölskyldu.

Jólin er tími friðar en ekki síst kærleika.
Jólin er tími friðar en ekki síst kærleika. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál