„Enginn fullorðinn vill láta skipa sér fyrir“

Eve Markowitz Preston telur sig hafa fundið falinn fjársjóð með ...
Eve Markowitz Preston telur sig hafa fundið falinn fjársjóð með Íslandi. Hún gefur Íslendingum innsýn inn í þekkingu sína með fyrirlestur um sálfræði þakklætis á Borgarbókasafni Kringlunnar næstkomandi laugardag klukkan 14:00. mbl.is/Borgarbókasafnið

Eve Markowitz Preston er sálfræðingur frá New York sem heldur fyrirlestur laugardaginn 24. febrúar næstkomandi klukkan 14:00 í Borgarbókasafni Kringlunni um sálfræði þakklætis. Hún elskar Ísland og kemur hingað reglulega til að njóta lands og þjóðar. Hún segir það að skipa fyrir tilheyri tímabili þrældóms, að við getum verið þakkát fyrir svo margt í lífinu, jafnvel vandamálin okkar. 

Fyrirlestur Eve næstkomandi laugardag mun fjalla um hvað það hefur í för með sér ef við æfum okkur í að vera þakklát í lífinu. „Rannsóknir hafa sýnt að þakklæti stuðlar að betri andlegri og líkamlegri vellíðan. Eykur orku okkar, jákvæðni, hjálpar okkur við að mynda tengsl við aðra og jafnvel minnkar líkamlega verki svo eitthvað sé nefnt. 

Í fyrirlestrinum mun ég tala um leiðir sem við getum notað til að verða þakklátari fyrir lífið, jafnvel þegar við teljum okkur ekki hafa neitt til að þakka fyrir.“

Ef við íhugum daglega hvað við erum þakklát fyrir getur ...
Ef við íhugum daglega hvað við erum þakklát fyrir getur það haft veruleg áhrif á heilsu okkar. mbl.is/Thinkstockphotos

Ísland aðlaðandi

Eve er mikill Íslandsvinur og hefur komið árlega til landsins frá árinu 2013. „Þegar ég kom hingað fyrst árið 1977 var ég heilluð af þessum falda fjársjóði sem Ísland er. Ég reyni að koma á veturna til landsins, þar sem ég get horft á tindrandi Norðurljósin og baðað mig í heitum laugum á meðan snjóar á kollinn á mér,“ segir Eve um ástæður þess að landið dregur hana aftur og aftur heim. 

Eve hóf feril sinn sem blaðamaður á fréttablaði í New York, en þar uppgötvaði hún sálfræði og ákvað 35 ára að aldri að breyta til og hefja nám í greininni. „Þar sem ég var eldri en aðrir í skólanum og sá að flestir voru að fókusera á það að fara að vinna með börnum, þá langaði mig að gera andstæðuna; vinna með eldra fólki.“

Eve tók doktors nám í klínískri sálfræði og hefur nú starfað við greinina í ein 20 ár. „Í dag rek ég mína eigin klíník, þar sem ég starfa með eldra fólki. Þjónusta mín er sérstök að því leitinu til að ég fer oft og hitti viðskiptavini mína, sem hentar þessum aldurshópi betur.“

Eve segist ennþá halda upp á og stundum ganga í háskólapeysunni sem hún keypti í fyrsta stoppinu sínu á Íslandi. „Það leið ekki á löngu þar til ég kom aftur til Íslands. Heimsótti Bláa lónið löngu áður en það varð vinsælt. Borðaði ferskasta fisk sem ég hef á ævi minni smakkað á Við Tjörnina.“ Það var svo ekki fyrr en árið 2013 að hún kom aftur til Íslands, en þá hafði hún gift sig í millitíðinni, átt tvo syni og skilið. „Ég kom aftur í febrúar þetta árið, naut Norðurljósanna og úti sundlauganna og hef komið árlega í febrúar til landsins síðan þá.“

Allt er breytingum háð

Eve lifir og andar sálfræði, eins og og sjá má á því hvernig hún nýtir ferðalögin sín. „Ég hef mikinn áhuga á menningarlegum þáttum sálfræðinnar, svo ég passa upp á það á ferðalögum mínum um landið að heimsækja stofnanir með eldra fólki og halda fyrirlestra um þau málefni sem eru mér ofarlega í huga. Ég er um þessar mundir að kenna sjálfri mér íslensku og er ákaflega þakklát öllum hér sem hafa lagt sitt á vogaskálarnar í samtölum við mig og sýnt mér þolinmæði.“ 

 „Það sem eldra fólk er að fást við er að stórum hluta að aðlagast breyttum aðstæðum og vinna sig í gegnum söknuð. Sem dæmi eru margir búnir að missa maka sinn, missa hreyfigetuna, sumir þurfa að aðlagast að flytja á hjúkrunarheimili og búa þá ekki í sínu húsi eins og þau eru vön. Breytingar þegar við verðum eldri, getur komið út í reiði, hvort sem það er sýnilegt eða ekki hjá þessu fólki. Ég er því mikið að vinna með að kenna fólki að stjórna reiði, en að mínu mati er reiði flóknasta tilfinningin að stjórna, svo ef þú nærð tökum á því þá getur þú náð tökum á flest öllum öðrum tilfinningum þínum.“

Við getum verið þakklát fyrir áskoranir okkar

Hvað með sálfræði þakklætis?

„Að þróa með sér þakklæti, er þegar við getum séð það góða við allar aðstæður sem við erum í. Sumir tala um þetta í formi þess að sjá glasið hálf-fullt í stað þess að horfa á það hálf-tómt. Það að geta verið þakkátur fyrir það sem við höfum í stað þess að vera stöðugt að hugsa um hvað við höfum ekki getur verið áskorun, sérstaklega í Bandaríkjunum, sem er að þróast í átt að einnota samfélagsgerð. Orð Dalai Lama eru mér minnisstæð í þessu samhengi: Að elska óvini okkar, þar sem þeir eru okkar lærifeður. Þessi hugmynd um að áskoranir í lífinu geta verið blessanir, þar sem þau fá okkur til að vaxa á þeim sviðum sem við eigum eftir að mastera. Svo við getum verið þakklát fyrir vandamálin okkar, því ef við leysum þau þá getum við verið hæfari til að takast á við næstu áskoranir!“

Lífið er ekki bara dans á rósum, en ef við ...
Lífið er ekki bara dans á rósum, en ef við sjáum fegurðina í aðstæðunum okkar, þá horfir lífið öðruvísi við okkur. mbl.is/Thinkstockphotos

Hversu mikilvægt er að vera hamingjusamur og þakklátur í lífinu?

„Að mínu mati sækjumst við öll eftir því að vera hamingjusöm í þessu lífi okkar. Ef við hugsum á þakklætisnótunum, þá komumst við í áttina að hamingjunni. Sem dæmi, þegar við missum máttinn í líkamanum okkar, þá verðum við að finna hluti sem við getum ennþá gert og verið þakkát fyrir þá. Eins og að tala. Ég las um konu sem var ballett dansari og lenti í hjólastól. Hún fann sér leið til að halda áfram í ballett, þó hún væri í hjólastólnum þar sem hún lagði mestalla áhersluna á að hreyfa handleggina í tímum. Það gaf henni gildi í lífinu aftur. Þetta er það sem við þurfum að gera á hverjum degi, skoða hvað við getum í staðinn fyrir hvað við getum ekki lengur.“

Að skipa öðrum fyrir tilheyrir þrældómi sem við höfum lagt af

Hver er tilgangur lífsins að þínu mati? 

„Maðurinn hefur verið að spyrja þessarar spurningar frá upphafi. Mín persónulega skoðun er sú að lífið er stutt og það er verðmæt gjöf sem við eigum að meta, en að við eigum öll að gefa til baka í lífinu, fyrir það eitt að hafa sláandi hjörtu. Eins og bókin þakklæti! (Thanks!) bendir á þá er þakklæti hornsteinn siðmenningar og mannlegs samfélags. Það er í raun erfitt að ímynda sér veröld þar sem hvergi væri til fólk sem bæri þakkæti í brjósti sér. Myndum við vilja lifa í þannig veröld?“

Hvað með reiðina, hversu eðlileg er hún?

„Reiði er eðlileg mannleg tilfinning - en ef við tjáum okkur út fyrir eðlileg mörk í reiði, þá getur hún eyðilagt eða endað samskipti okkar við aðra. Að mínu mati er mikilvægt að tjá okkur í reiði þannig að við náum að halda ró okkar í stað þess að missa okkur í reiði. Þegar við missum okkur í reiði, þá byrjum við að gera kröfur til annarra. Enginn fullorðinn einstaklingur vill láta skipa sér fyrir, það datt upp fyrir sig við enda þrælatímabilsins. Svo við þurfum að hegða okkur skynsamlega. Þegar við tjáum okkur af skynsemi, þá fáum við ekki alltaf allt sem við viljum, jafnvel þó við gefum okkur ekki. En stundum er það bara þannig að við verðum að sleppa hlutunum og treysta.“

Skrifaðu þakklætis dagbók

Hvað getum við gert til að æfa okkur í að vera þakklát á hverjum degi?

„Robert A. Emmons höfundur bókarinnar um Þakklæti hefur gert fjölda rannsókna um málefnið og komist að því að með því að halda dagbók um það sem við erum þakklát fyrir gefur góða raun og gefur þér yfirsýn yfir það sem er gott í lífinu. Oprah Winfrey er þekkt fyrir að stunda þetta og hún segir það hafa breytt lífi sínu.“

Oprah Winfrey er þekkt fyrir að halda dagbók um hvað ...
Oprah Winfrey er þekkt fyrir að halda dagbók um hvað hún er þakklát fyrir. Hún segir það hafa breytt lífi sínu. mbl.is/Pinterest

Áhrifavaldar í lífi Eve eru meðal annars Albert Ellis sem var að hennar mati mjög praktísk manneskja. „Hann fann út að það væri ekki endilega hversu heppinn þú værir í lífinu sem færði þér hamingju, heldur hvernig þú horfir á stöðuna þína í lífinu. Ég mæli hiklaust með bókinni hans „How to Stubbornly Refuse to Make Yourself Miserable About Anything, Yes Anything!““

Þurfti sjálf að vinna sig upp úr áskorunum

Aðspurð um af hverju Eve hafi valið að gera sálfræði að sínum vettvangi segir hún að sem ung kona þá hafi hún heillast að sálfræðimeðferð sjálf, en hún hafi verið með kvíða og þurft að finna leiðir til að vinna úr því. „Að auki hafði ég verið mikil „já“ manneskja og átt erfitt með að standa með mér í lífinu. Að mínu mati er lífið langt ferðalag og það hefst með einu litlu skrefi í réttu áttina.“

Hver er algengasta mýtan að þínu mati þegar kemur að andlegri heilsu fólks? 

„Margir eru á því að ef þeir hafa hagað sér á ákveðinn hátt í langan tíma, þá sé of seint að breyta því. Að mínu mati er aldrei of seint að breyta til. Það er svo mikið atriði að við höldum hugsunum okkar innan skynsamlegra marka og breytum viðhorfum okkur gagnvart hlutum. Sem dæmi aðili sem er stöðugt að hugsa um að lenda í óhappi, gæti frekar leitt hugann að því hvaða valmöguleika hann hefur í því ef hann lendir í því að þurfa að standa andspænis því sem hann óttast og sett þannig hugsunina í skynsamlegan farveg.“

mbl.is

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

09:00 Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

05:30 „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

Í gær, 22:30 Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

Í gær, 20:00 Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

Í gær, 17:00 Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

Í gær, 16:00 Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

Í gær, 13:03 Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

Í gær, 12:00 Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

í gær Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

í fyrradag Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

í fyrradag Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

í fyrradag Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

í fyrradag Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

í fyrradag Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

20.9. Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

20.9. Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

19.9. Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

19.9. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

19.9. Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

19.9. „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

19.9. Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »