„Enginn fullorðinn vill láta skipa sér fyrir“

Eve Markowitz Preston telur sig hafa fundið falinn fjársjóð með ...
Eve Markowitz Preston telur sig hafa fundið falinn fjársjóð með Íslandi. Hún gefur Íslendingum innsýn inn í þekkingu sína með fyrirlestur um sálfræði þakklætis á Borgarbókasafni Kringlunnar næstkomandi laugardag klukkan 14:00. mbl.is/Borgarbókasafnið

Eve Markowitz Preston er sálfræðingur frá New York sem heldur fyrirlestur laugardaginn 24. febrúar næstkomandi klukkan 14:00 í Borgarbókasafni Kringlunni um sálfræði þakklætis. Hún elskar Ísland og kemur hingað reglulega til að njóta lands og þjóðar. Hún segir það að skipa fyrir tilheyri tímabili þrældóms, að við getum verið þakkát fyrir svo margt í lífinu, jafnvel vandamálin okkar. 

Fyrirlestur Eve næstkomandi laugardag mun fjalla um hvað það hefur í för með sér ef við æfum okkur í að vera þakklát í lífinu. „Rannsóknir hafa sýnt að þakklæti stuðlar að betri andlegri og líkamlegri vellíðan. Eykur orku okkar, jákvæðni, hjálpar okkur við að mynda tengsl við aðra og jafnvel minnkar líkamlega verki svo eitthvað sé nefnt. 

Í fyrirlestrinum mun ég tala um leiðir sem við getum notað til að verða þakklátari fyrir lífið, jafnvel þegar við teljum okkur ekki hafa neitt til að þakka fyrir.“

Ef við íhugum daglega hvað við erum þakklát fyrir getur ...
Ef við íhugum daglega hvað við erum þakklát fyrir getur það haft veruleg áhrif á heilsu okkar. mbl.is/Thinkstockphotos

Ísland aðlaðandi

Eve er mikill Íslandsvinur og hefur komið árlega til landsins frá árinu 2013. „Þegar ég kom hingað fyrst árið 1977 var ég heilluð af þessum falda fjársjóði sem Ísland er. Ég reyni að koma á veturna til landsins, þar sem ég get horft á tindrandi Norðurljósin og baðað mig í heitum laugum á meðan snjóar á kollinn á mér,“ segir Eve um ástæður þess að landið dregur hana aftur og aftur heim. 

Eve hóf feril sinn sem blaðamaður á fréttablaði í New York, en þar uppgötvaði hún sálfræði og ákvað 35 ára að aldri að breyta til og hefja nám í greininni. „Þar sem ég var eldri en aðrir í skólanum og sá að flestir voru að fókusera á það að fara að vinna með börnum, þá langaði mig að gera andstæðuna; vinna með eldra fólki.“

Eve tók doktors nám í klínískri sálfræði og hefur nú starfað við greinina í ein 20 ár. „Í dag rek ég mína eigin klíník, þar sem ég starfa með eldra fólki. Þjónusta mín er sérstök að því leitinu til að ég fer oft og hitti viðskiptavini mína, sem hentar þessum aldurshópi betur.“

Eve segist ennþá halda upp á og stundum ganga í háskólapeysunni sem hún keypti í fyrsta stoppinu sínu á Íslandi. „Það leið ekki á löngu þar til ég kom aftur til Íslands. Heimsótti Bláa lónið löngu áður en það varð vinsælt. Borðaði ferskasta fisk sem ég hef á ævi minni smakkað á Við Tjörnina.“ Það var svo ekki fyrr en árið 2013 að hún kom aftur til Íslands, en þá hafði hún gift sig í millitíðinni, átt tvo syni og skilið. „Ég kom aftur í febrúar þetta árið, naut Norðurljósanna og úti sundlauganna og hef komið árlega í febrúar til landsins síðan þá.“

Allt er breytingum háð

Eve lifir og andar sálfræði, eins og og sjá má á því hvernig hún nýtir ferðalögin sín. „Ég hef mikinn áhuga á menningarlegum þáttum sálfræðinnar, svo ég passa upp á það á ferðalögum mínum um landið að heimsækja stofnanir með eldra fólki og halda fyrirlestra um þau málefni sem eru mér ofarlega í huga. Ég er um þessar mundir að kenna sjálfri mér íslensku og er ákaflega þakklát öllum hér sem hafa lagt sitt á vogaskálarnar í samtölum við mig og sýnt mér þolinmæði.“ 

 „Það sem eldra fólk er að fást við er að stórum hluta að aðlagast breyttum aðstæðum og vinna sig í gegnum söknuð. Sem dæmi eru margir búnir að missa maka sinn, missa hreyfigetuna, sumir þurfa að aðlagast að flytja á hjúkrunarheimili og búa þá ekki í sínu húsi eins og þau eru vön. Breytingar þegar við verðum eldri, getur komið út í reiði, hvort sem það er sýnilegt eða ekki hjá þessu fólki. Ég er því mikið að vinna með að kenna fólki að stjórna reiði, en að mínu mati er reiði flóknasta tilfinningin að stjórna, svo ef þú nærð tökum á því þá getur þú náð tökum á flest öllum öðrum tilfinningum þínum.“

Við getum verið þakklát fyrir áskoranir okkar

Hvað með sálfræði þakklætis?

„Að þróa með sér þakklæti, er þegar við getum séð það góða við allar aðstæður sem við erum í. Sumir tala um þetta í formi þess að sjá glasið hálf-fullt í stað þess að horfa á það hálf-tómt. Það að geta verið þakkátur fyrir það sem við höfum í stað þess að vera stöðugt að hugsa um hvað við höfum ekki getur verið áskorun, sérstaklega í Bandaríkjunum, sem er að þróast í átt að einnota samfélagsgerð. Orð Dalai Lama eru mér minnisstæð í þessu samhengi: Að elska óvini okkar, þar sem þeir eru okkar lærifeður. Þessi hugmynd um að áskoranir í lífinu geta verið blessanir, þar sem þau fá okkur til að vaxa á þeim sviðum sem við eigum eftir að mastera. Svo við getum verið þakklát fyrir vandamálin okkar, því ef við leysum þau þá getum við verið hæfari til að takast á við næstu áskoranir!“

Lífið er ekki bara dans á rósum, en ef við ...
Lífið er ekki bara dans á rósum, en ef við sjáum fegurðina í aðstæðunum okkar, þá horfir lífið öðruvísi við okkur. mbl.is/Thinkstockphotos

Hversu mikilvægt er að vera hamingjusamur og þakklátur í lífinu?

„Að mínu mati sækjumst við öll eftir því að vera hamingjusöm í þessu lífi okkar. Ef við hugsum á þakklætisnótunum, þá komumst við í áttina að hamingjunni. Sem dæmi, þegar við missum máttinn í líkamanum okkar, þá verðum við að finna hluti sem við getum ennþá gert og verið þakkát fyrir þá. Eins og að tala. Ég las um konu sem var ballett dansari og lenti í hjólastól. Hún fann sér leið til að halda áfram í ballett, þó hún væri í hjólastólnum þar sem hún lagði mestalla áhersluna á að hreyfa handleggina í tímum. Það gaf henni gildi í lífinu aftur. Þetta er það sem við þurfum að gera á hverjum degi, skoða hvað við getum í staðinn fyrir hvað við getum ekki lengur.“

Að skipa öðrum fyrir tilheyrir þrældómi sem við höfum lagt af

Hver er tilgangur lífsins að þínu mati? 

„Maðurinn hefur verið að spyrja þessarar spurningar frá upphafi. Mín persónulega skoðun er sú að lífið er stutt og það er verðmæt gjöf sem við eigum að meta, en að við eigum öll að gefa til baka í lífinu, fyrir það eitt að hafa sláandi hjörtu. Eins og bókin þakklæti! (Thanks!) bendir á þá er þakklæti hornsteinn siðmenningar og mannlegs samfélags. Það er í raun erfitt að ímynda sér veröld þar sem hvergi væri til fólk sem bæri þakkæti í brjósti sér. Myndum við vilja lifa í þannig veröld?“

Hvað með reiðina, hversu eðlileg er hún?

„Reiði er eðlileg mannleg tilfinning - en ef við tjáum okkur út fyrir eðlileg mörk í reiði, þá getur hún eyðilagt eða endað samskipti okkar við aðra. Að mínu mati er mikilvægt að tjá okkur í reiði þannig að við náum að halda ró okkar í stað þess að missa okkur í reiði. Þegar við missum okkur í reiði, þá byrjum við að gera kröfur til annarra. Enginn fullorðinn einstaklingur vill láta skipa sér fyrir, það datt upp fyrir sig við enda þrælatímabilsins. Svo við þurfum að hegða okkur skynsamlega. Þegar við tjáum okkur af skynsemi, þá fáum við ekki alltaf allt sem við viljum, jafnvel þó við gefum okkur ekki. En stundum er það bara þannig að við verðum að sleppa hlutunum og treysta.“

Skrifaðu þakklætis dagbók

Hvað getum við gert til að æfa okkur í að vera þakklát á hverjum degi?

„Robert A. Emmons höfundur bókarinnar um Þakklæti hefur gert fjölda rannsókna um málefnið og komist að því að með því að halda dagbók um það sem við erum þakklát fyrir gefur góða raun og gefur þér yfirsýn yfir það sem er gott í lífinu. Oprah Winfrey er þekkt fyrir að stunda þetta og hún segir það hafa breytt lífi sínu.“

Oprah Winfrey er þekkt fyrir að halda dagbók um hvað ...
Oprah Winfrey er þekkt fyrir að halda dagbók um hvað hún er þakklát fyrir. Hún segir það hafa breytt lífi sínu. mbl.is/Pinterest

Áhrifavaldar í lífi Eve eru meðal annars Albert Ellis sem var að hennar mati mjög praktísk manneskja. „Hann fann út að það væri ekki endilega hversu heppinn þú værir í lífinu sem færði þér hamingju, heldur hvernig þú horfir á stöðuna þína í lífinu. Ég mæli hiklaust með bókinni hans „How to Stubbornly Refuse to Make Yourself Miserable About Anything, Yes Anything!““

Þurfti sjálf að vinna sig upp úr áskorunum

Aðspurð um af hverju Eve hafi valið að gera sálfræði að sínum vettvangi segir hún að sem ung kona þá hafi hún heillast að sálfræðimeðferð sjálf, en hún hafi verið með kvíða og þurft að finna leiðir til að vinna úr því. „Að auki hafði ég verið mikil „já“ manneskja og átt erfitt með að standa með mér í lífinu. Að mínu mati er lífið langt ferðalag og það hefst með einu litlu skrefi í réttu áttina.“

Hver er algengasta mýtan að þínu mati þegar kemur að andlegri heilsu fólks? 

„Margir eru á því að ef þeir hafa hagað sér á ákveðinn hátt í langan tíma, þá sé of seint að breyta því. Að mínu mati er aldrei of seint að breyta til. Það er svo mikið atriði að við höldum hugsunum okkar innan skynsamlegra marka og breytum viðhorfum okkur gagnvart hlutum. Sem dæmi aðili sem er stöðugt að hugsa um að lenda í óhappi, gæti frekar leitt hugann að því hvaða valmöguleika hann hefur í því ef hann lendir í því að þurfa að standa andspænis því sem hann óttast og sett þannig hugsunina í skynsamlegan farveg.“

mbl.is

5 ástæður þess að hunsa vigtina yfir jólin

18:00 Það er freistandi að stíga reglulega á vigtina yfir jólin. Það nýtur þó enginn jólanna til botns ef hann ætlar að refsa sér fyrir að borða aðeins of mikið konfekt. Meira »

Er makinn að halda fram hjá fjárhagslega?

14:00 Fólk heldur ekki bara fram hjá með því að hoppa upp í rúm með einhverjum öðrum en maka sínum. Margir eiga það til að halda fram hjá fjárhagslega. Meira »

Misstu 105 kíló á ketó

09:00 Það er auðveldara að grennast ef makinn er með manni í liði. Hjón sem byrjuðu á ketó-mataræðinu fyrir ári hafa misst yfir 100 kíló samanlagt. Meira »

Litur ársins 2019 afhjúpaður

05:48 Ertu ekki til í að mála stofuna bleikrauða? Litur ársins 2019 er bæði skemmtilegur og hlýr og ákveðið svar við þeim tækniheimi sem við lifum í. Meira »

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

Í gær, 22:45 Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »

Ógnarstór limurinn til vandræða

í gær „Ég er með ótrúlega stórt typpi,“ skrifar maður með óvenjulega stórt typpi og segir það ekkert til að gorta sig af.   Meira »

10 atriði sem gera það auðveldara að vakna

í gær Hættu að ýta á blunda eða skríða aftur upp í rúm eftir fyrstu klósettferð dagsins. Ef fólk vill virkilega vakna þá tapar það ekki á að fara eftir nokkrum skotheldum ráðum. Meira »

Glóðu eins og demantur um jólin

í gær Náttúruleg, bronsuð förðun með áherslu á fallega og ljómandi húð sem hentar fullkomlega fyrir öll jólaboð í ár. Natalie Kristín Hamzehpour förðunarmeistari gefur góð ráð. Meira »

Google getur ekki lagað hjónabandið

í gær „Google á ekki maka eða barn svo ekki er hægt að ganga að traustum upplýsingum þar. Það er mjög gefandi að deila með körlum hvað rannsóknir sýna skýrt hve miklu máli þeir skipta fyrir parsambandið og fyrir barnauppeldi. Það sem karlar vilja vita eru vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna sérstaklega sett fram fyrir karlmenn,“ segir Ólafur Grétar. Meira »

Frábærar gjafir fyrir níska Jóakima

í gær Það þekkja allir einn Jóakim, einstakling sem elskar að spara, safna peningum og jafnframt erfitt að gera til geðs. Vanda þarf því gjafavalið sérstaklega. Meira »

Fjölmenntu á Jacobsen Loftið

í fyrradag Nýrri skartgripalínu Orrifinn var fagnað á Jacobsen Loftinu í gær. Fólkið á bak við Orrifinn eru þau Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason. Halla Þórðardóttir mætti í boðið og framdi gjörning við tónverk eftir Daníel Ágúst Haraldsson. Meira »

Tapaði ég peningunum á Karolina Fund?

14.12. „Vorið 2017 „keypti ég“ tvær bækur á hópfjármögnun á Karolina Fund eða rúmlega 14.000 krónur og var lofað plakati með, penna og boð í útgáfuhóf. Bókin átti að koma út um haustið en hefur ekki ennþá komið út. Hvernig virkar svona, er hægt að fá endurgreitt eða eru þetta bara tapaðir peningar?“ Meira »

Melania litaði hárið ljóst fyrir jólin

14.12. Netverjar spurðu sig hvort forsetafrúin væri að safna í hárkollu fyrir eiginmann sinn en Donald Trump er þekktur fyrir óvenjuþykkan og -ljósan makka miðað við aldur. Meira »

Lærði að elska upp á nýtt á Tenerife

14.12. „Þetta ár er búið að vera lagskipt. Hófst með skilnaði, sagði upp á Rás 2, flutti til Tenerife þar sem margt gott hefur gerst. Einnig hafa komið hér erfiðir tímar og þá helst er ég var fluttur nær dauða en lífi á sjúkrahús. Ég fékk blæðandi magasár,“ segir Guðni Már. Meira »

Húsið sem Ármann færði yfir á konuna

14.12. Ármann Þorvaldsson skráði einbýlishús þeirra hjónanna, Dyngjuveg 2, á eiginkonu sína, Þórdísi Edwald árið 2011 eða 18. apríl það ár. Meira »

Var 100 kíló en keppir nú í fitness

14.12. Lilja Ingvadóttir var um 100 kg fyrir áratug þegar hún ákvað að taka sig taki. Í dag er hún á fullu að undirbúa fitnessmótið Iceland Open sem fram fer á laugardaginn. Meira »

Þurfti rútu fyrir kjólinn

13.12. Jennifer Lopez mætti í bleiku skrímsli á rauða dregilinn. Slóði kjólsins var svo stór að stjarnan gat ekki mætt á frumsýningu í hefðbundinni lúxusbifreið. Meira »

Bullandi stemming í ICE HOT-veislu

13.12. Listafólk kom saman og skemmti sér þegar opnunarhátíð norræna danstvíæringsins ICE HOT Nordic Dance Platform fór fram í Borgarleikhúsinu á miðvikudagskvöldið Meira »

Drukku í sig listina í kjallaranum

13.12. Á dögunum opnaði myndlistarkonan Þórdís Erla Zoëga sýninguna HARMONY í Kjallaranum, Geysi heima. Það var því fagnað í versluninni þar sem gestir og gangandi nutu listar og hönnunar með léttum veitingum. Meira »

Lærðu að farða þig eins og Kardashian

13.12. Nýlega tók Kim Kardashian smokey-augnförðunina alla leið og paraði brúnan varalitablýant við ásamt hlutlausum varalit.  Meira »

Henti tugum þúsunda í ruslið

13.12. Ebba Sig eyddi eitt sinn aðfangadagskvöldi úti í ruslageymslu við peningaleit. „Það er afar sjaldgæft að ég hjálpi við tiltekt, af því ég borða alltaf yfir mig, þannig að þetta hlaut að enda illa.“ Meira »
Meira píla