„Á ég að bregðast við framhjáhaldi?“

Íslensk kona er ráðalaus.
Íslensk kona er ráðalaus. mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem komst að því að maki hennar er henni ótrúr. 

Sæll

Ég var að komast að því að maki minn hefur verið að halda fram hjá mér með vinnufélaga. Ætti ég að hafa samband við maka þessa vinnufélaga og segja honum hvað er í gangi?

Kveðja, HH

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Góðan daginn og takk fyrir þessa fyrirspurn.

Það er leitt að heyra að þú hafir komist að framhjáhaldi maka þíns. Slík uppgötvun getur auðveldlega leitt til talsverðs áfalls og mjög slæmra tilfinninga hjá fólki. Í mörgum tilvikum hefur fólk grunað að eitthvað sé í ólagi, jafnvel löngu áður en upp kemst um framhjáhald og hefur þar af leiðandi búið sig að vissu leyti undir það þegar sannleikurinn kemur í ljós. Það er engu að síður mikið áfall og vekur upp fjölmargar spurningar, bæði um framhjáhaldið sjálft og framtíðina alla.

Það sem mestu máli skiptir er að þú ákveðir hvað þú vilt í raun og veru gera í þessu sambandi. Viltu vinna að því að vera áfram með maka þínum eða hefur þú tekið ákvörðun um að fara úr sambandinu? Mörgum reynist mjög erfitt að taka slíkar ákvarðanir á meðan aðrir gera það hratt og örugglega. Ef þú ákveður að vera áfram í sambandinu, þá er ljóst að talsvert uppbyggingarverk er fyrir höndum þar sem báðir aðilar þurfa að leggja sitt af mörkum. Sú vinna getur skilað góðum árangri og fjöldi sambanda býr að erfiðri en um leið dýrmætri reynslu, ef unnið er vel úr málunum. Ef þú ákveður að vera ekki áfram í þessu sambandi þá er líka mikilvægt fyrir þig að byggja þig upp og fókusera á að þú farir sterkari og sjálfstæðari inn í framtíðina.

Maki þinn ber ábyrgð á sínum gjörðum hvað ykkur varðar og mikilvægt að hann axli ábyrgð á því. Með því að leggja áherslu á að skoða málið út frá þínum þörfum og löngunum, þá er betra að taka ákvörðun um hvort það hafi einhvern tilgang að hafa samband við þennan aðila sem þú talar um. Væri það á einhvern hátt að bæta þína stöðu eða líðan, eða er það fyrst og fremst til að valda öðrum skaða?

Hvaða leið sem þú velur að fara, þá mæli ég með faglegri ráðgjöf til þess að vinna í sambandinu ef það er það sem þið ákveðið að gera og að sama skapi til þess að styrkja þig hvort sem þú verður í sambandinu áfram eða ekki.

Með bestu kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimari spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál