Hverjir halda framhjá? Ashley Madison svarar

Við hvað vinnur maki þinn?
Við hvað vinnur maki þinn? mbl.is/Thinkstockphotos

Stór hluti fólks finnur ástina í vinunni en starfsvettvangur fólks getur þó líka sagt sitt hvað um hvort fólk sé líklegt til þess að halda fram hjá. Independent greinir frá nýrri könnun sem framhjáhaldsvefurinn Ashley Madison gerði en vefurinn hjálpar giftu fólki að halda fram hjá.

Teknar voru saman niðurstöður hjá bæði konum og körlum. Miðað við gögn Ashley Madison eru konur í heilbrigðisgeiranum líklegastar til að halda fram hjá. 23 prósent þeirra kvenna sem héldu fram hjá voru læknar eða hjúkrunarfræðingar. 

Það sama gildir ekki um karlmenn en karlmenn í viðskiptum voru 29 prósent þeirra karla sem héldu fram hjá og teljast því samkvæmt gögnunum líklegastir til að halda fram hjá. 

Karlar

12. Karlmenn sem starfa við félagsráðgjöf. 

11. Bændur og aðrir menn sem sinna landbúnaðarstörfum. 

10. Karlmenn sem starfa í listum eða skemmtanaiðnaðnum. 

9. Karlmenn sem starfa við menntamál. 

8. Karlmenn sem fengust við lögfræði í störfum sínum. 

7. Karlmenn í heilbrigðisgeiranum. 

6. Karlmenn sem starfa í markaðs og almannatengslum.

Jakkafatakarlar eru duglegir að halda fram hjá.
Jakkafatakarlar eru duglegir að halda fram hjá. mbl.is/Thinkstockphotos

5. Karlmenn í fjármálageiranum. 

4. Þjónar, barðþjónar og hótelstarfsmenn og aðrir karlmenn í þjónustugeiranum. 

3. Karlmenn í frumkvöðlastarfsemi. 

2. Karlmenn í upplýsingatækniiðnaðinum. 

1. Karlmenn í viðskiptum. 

Konur

12. Konur í stjórnmálum.

11. Konur í listaheiminum og skemmtanabransanum. 

10. Konur sem fengust við lögfræði í störfum sínum. 

9. Konur í viðskiptum. 

8. Konur sem starfa í markaðs og almannatengslum. 

7. Konur í upplýsingatækniiðnaðnum. 

6. Konur í þjónustustörfum, til dæmis í verslunum eða á hótelum. 

5. Konur í félagsráðgjöf. 

4. Konur í fjármálageiranum. 

3. Konur í frumkvöðlastarfsemi. 

2. Konur sem vinna við menntamál. 

1. Konur í heilbrigðisgeiranum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál